Són - 01.01.2005, Page 83
LJÓÐSTAFURINN S Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 83
17. aldar.31 Framburðarbreytingar verða til þess að skáld og hagyrð-
ingar sætta sig ekki við stuðlunina eins og hún er og breyta jafn-
gildisflokkunum til samræmis við framburðinn. Slíkar breytingar á
stuðluninni taka að jafnaði langan tíma og eru oft ekki gengnar yfir
að fullu fyrr en löngu eftir að framburðarbreytingin hefur átt sér stað.
Allt þarf þetta að hafa sinn aðlögunartíma og brátt nær stuðlunin aftur
jafnvægi á nýjum forsendum. Það sem gerðist með s-stuðlunina er á
hinn bóginn afar óvenjulegt, þ.e. að hún var tekin upp aftur um það
bil 300 árum eftir að breytingin á stuðluninni gekk yfir. Slíkt er í full-
komnu trássi við allar hefðir enda sýnir rannsóknin, svo ekki verður
um villst, að s-stuðlun hefur aldrei náð neinni varanlegri fótfestu eftir
að hún hvarf úr kveðskapnum um eða upp úr 1400.
HEIMILDIR
Björn Karel Þórólfsson. 1987. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld. Mál-
vísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. Bókin var áður gefin út
af Fjelagsprentsmiðjunni 1925.
Eddukvæði I og II. 1985. Ólafur Briem annaðist útgáfuna. Veröld,
Reykjavík.
Eysteinn Sigurðsson. 1986. „Athugasemdir um h- og hv- í stuðlun.“ Ís-
lenskt mál og almenn málfræði, 8:7–29.
Finnur Jónsson. 1892. Stutt íslensk bragfræði. Hið íslenska bókmenntafje-
lag. Kaupmannahöfn.
Fritzner, Johan. 1954. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Nytt uforandret
opptrykk av 2. utgave (1883-1896). Tryggve Juul Møller Forlag,
Oslo.
Höskuldur Þráinsson. 1981. „Stuðlar, höfuðstafir, hljóðkerfi.“ Afmælis-
kveðja til Halldórs Halldórssonar 13. júlí 1981:110–123. Íslenska mál-
fræðingafélagið, Reykjavík.
Íslensk bókmenntasaga II. 1993. Böðvar Guðmundsson, Sverrir Tómasson,
Torfi H. Tulinius og Vésteinn Ólason ritstýrðu. Mál og menning,
Reykjavík.
Íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. 1980. Árni Böðvarsson ritstýrði.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
Jakob Jóhannesson Smári. 1923. Íslenzk málfræði. Bókaverzlun Ársæls
Árnasonar, Reykjavík.
31 Ragnar Ingi Aðalsteinsson (2004:68 og 70–73).