Són - 01.01.2005, Side 88
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON88
Sigfússonar á fimmta áratug aldarinnar en ekki til Stefáns frá Hvíta-
dal, samtíðarmanns Eliots?3 Þeir Stefán og Eliot voru jafnaldrar,
aðeins eitt ár á milli þeirra, og byrjuðu að yrkja um svipað leyti. Eliot
mun hafa farið að birta ljóð eitthvað fyrr, en þeir sendu frá sér sína
fyrstu bók með árs millibili, Eliot 1917 og Stefán 1918. Með báðum
bókunum kom nýr tónn inn í ljóðagerð á íslensku og ensku,4 en samt
eru bækurnar gjörólíkar. Við skulum taka dæmi af upphafsljóðunum.
Stefán byrjar bók sína svo:
Svanir fljúga hratt til heiða,
huga minn til fjalla seiða.
Vill mér nokkur götu greiða?
Glóir sól um höf og lönd.
Viltu ekki, löngun, leiða
litla barnið þér við hönd?
Nú finn ég vorsins heiði í hjarta.
Horfin, dáin nóttin svarta.
Ótal drauma blíða, bjarta
barstu, vorsól, inn til mín.
Það er engin þörf að kvarta,
þegar blessuð sólin skín. […]
En Eliot sína svo:
Let us go, then, you and I,
When the evening is spread out against the sky
Like a patient etherised upon a table;
Let us go, through certain half-deserted streets,
The muttering retreats
Of restless nights in one-night cheap hotels
And sawdust restaurants with oyster-shells:
Streets that follow like a tedious argument
Of insidious intent
3 Peter Carleton (1967:x).
4 Um skáldið sem orti Söngva förumannsins ritaði Halldór Laxness: „Hann flutti ís-
lenskri ljóðagerð nýan áslátt“ (1962:104). Um „Prufrock“ og önnur kvæði Eliots frá
sama tíma ritaði David Perkins: „[N]o other poet in England or the United States
had written anything so arrestingly „modern““ (1976:492).