Són - 01.01.2005, Page 91

Són - 01.01.2005, Page 91
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 91 analógía, sífelld og reglubundin endurtekning hliðstæðra eininga.7 Þetta gildir vitaskuld einkum um ljóð í bundnu máli, en allt frá upphafi vestrænna bókmennta hjá Forngrikkjum og fram á seinni- hluta 19. aldar voru ljóð ekki ljóð nema þau væru bundin á marg- víslegan máta, og orðalagið ‚ljóð í bundnu máli‘ hefði verið jafn óhugsandi fram yfir miðja tuttugustu öld á Íslandi og ‚skáldsaga í óbundnu máli‘. Sá sem sendir frá sér boð þarf að velja orð úr safni tungumálsins og tengja þau saman í setningar. Skáld sem yrkir bundið velur orðin og raðar þeim saman með tilliti til þess sem Jakobson kallaði jafn- gildisreglu, en hún birtist í því að samskonar eða jafngildar einingar eru endurteknar aftur og aftur eftir ákveðnum reglum. Skoðum nú „Vorsól“ í þessu ljósi. Kvæðið skiptist í fimm erindi sem öll eru af sama toga, og hvert erindi aftur í sex samskonar ljóðlínur. Línurnar („Svanir fljúga hratt til heiða, / huga minn til fjalla seiða“ o.s.frv.) eru skipaðar jöfnum bragliðum þar sem þung og létt atkvæði skiptast á, og síðustu bragliðir hverrar línu mynda hljóðlíkingu við aðra bragliði í sömu stöðu (heiða, seiða, greiða; lönd, hönd o.s.frv.). Þá eru ljóðlínur bundnar saman á þann hátt að sama hljóð er endurtekið í upphafi þriggja bragliða (hratt til, heiða, huga; blíða, bjarta, barstu), en það fyrirbæri (ljóðstafasetning eða stuðlun) lifir núorðið einungis í íslenskri ljóðlist. Kvæðið „Vorsól“ er með öðrum orðum samræmis- fullur vefur eininga sem mynda hliðstæður af margvíslegu tagi, í því er jafngildisreglan ljóslega að verki. Nokkuð öðru máli gegnir um „Prufrock“ Eliots; þar er samræmið hvergi nærri hið sama. Þar er að vísu allvíða rím og nokkrar alveg reglulegar ljóðlínur, en yfirleitt eru þær misjafnar að lengd og flestar eru ekki háttbundnar á þann veg að í þeim skiptist á með reglubundnum hætti þung og létt atkvæði. Í stað háttbundinnar hrynjandi kemur setningahrynjandi sem nálgast veru- lega talað mál. Samt hefur hljóðmynd „Prufrocks“ ýmis einkenni bundins máls; auk rímsins má til dæmis benda á hljóðlíkinguna í eftir- farandi línum: 7 Hér er einkum vísað til greinar Jakobsons „Linguistics and poetics“ (upphaflega fyrirlestur fluttur 1958) sem er t.d. að finna hjá David Lodge (1988:32–61). Einnig er góð umfjöllun eftir Þóri Óskarsson um Jakobson í Íslenskri stílfræði (1994:51–53). — Jakobson benti á að ‚skáldleg virkni‘ máls sem hann kallaði svo (e. poetic function, þýð. Þóris Óskarssonar) birtist ekki bara í skáldverkum. Frekari dæmi eru til að mynda stuðlun í málsháttum og pólitískum slagorðum: Kátt er í koti þá karl er ekki heima. Allt er betra en íhaldið — eða rím í orðasamböndum og málsháttum: Að hrökkva eða stökkva. Svo er margt sinnið sem skinnið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.