Són - 01.01.2005, Side 95

Són - 01.01.2005, Side 95
95ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR Ég hef reyndar fréttir að færa. Hinar óvæntustu. Annað eins hefur ekki vitnast. Það hefur verið hróflað við ljóðlínunni.15 Það sem einkenndi ljóðlínuna í frönskum brag — og var ólíkt brag sem byggðist á lengd atkvæða (eins og í forngrísku) eða misþungri áherslu atkvæða (eins og í íslensku og öðrum germönskum málum) — var atkvæðatalningin, fastur fjöldi atkvæða í ljóðlínu. Sú breyting var því róttæk þegar ‚hróflað‘ var við ljóðlínunni. Atkvæðatalning og rím höfðu hlítt afar ströngum reglum,16 og frönsk ljóðlist var miklu niður- njörvaðri en til dæmis ljóð á íslensku eða ensku. Vadé dregur síðan þá ályktun að samræmisfullum brag hafi verið hafnað — af því að hann hæfir ekki til að túlka veröld sem er sundruð, miðjulaus, í brotum, en einmitt þannig kemur okkur heimur nútímans fyrir sjónir af ástæðum sem í senn eru sögulegar, félags- og þekkingarfræðilegar.17 Þetta er athyglisverð tilgáta. Að ljóðbyltingin sé andóf gegn samræm- isfullum ljóðheimi í samræmislausri veröld. Eða svo vikið sé við orðum Brechts um nauðsyn þess að grípa til nýrra aðferða í leikhúsi: Þegar heimurinn hæfir ekki lengur ljóðforminu þá hæfir ljóðformið ekki lengur heiminum.18 Í orðum Brechts felst að nýtt inntak sprengi af sér form sem ekki hæfa því. Breikki bilið um of verði bylting. Ætla má að byltingarskáld- unum hafi ekki þótt hefðbundin ljóðform og skáldskaparaðferðir duga til að fjalla um ýmis ný yrkisefni sem iðnvæðing og borgvæðing höfðu fætt af sér og löngu var farið að fást við í skáldsögum. Þeim fannst brýnt að um allt mætti fjalla í ljóðum og höfðu ekki sömu hugmyndir og eldri kynslóðir um hvað væri ‚skáldlegt‘. Þau vildu losna við póetískar klisjur og færa ljóðmál nær töluðu máli síns tíma. 15 „J’apporte en effet des nouvelles. Les plus surprenantes. Même cas ne se vit encore. On a touché au vers.“ Hér ívitnað eftir Vadé (1996:206). 16 Sjá t.d. Jean Milly (1992:237–259). 17 Yves Vadé (1996:207). 18 Árið 1926 hefur Elísabet Hauptmann eftir Brecht svofellda athugasemd um vanda þess að fjalla um ýmsa þætti nútímalífs í hinu gamla þriggja eða fimm þátta leik- riti: „Þessir hlutir eru ekki dramatískir í venjulegum skilningi, og þegar þeir eru „umortir“ þá eru þeir ekki lengur sannir […] og þegar við sjáum að heimur sam- tímans hæfir ekki lengur leikritsforminu þá hæfir leikritsformið einfaldlega ekki lengur samtímanum.“ Hauptmann (án ártals:243).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.