Són - 01.01.2005, Síða 102
102 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
enska er þó þýðing á, því það þýðir einfaldlega ‚frjálsar ljóðlínur‘
(poème en vers libres), og fól upphaflega einungis í sér frelsi undan
atkvæðatalningunni sem áður var minnst á, föstum atkvæðafjölda í
línu. Til að mynda var rími oft haldið að einhverju leyti (eins og sjá
má t.d. í kvæðinu „Zone“ eftir Guillaume Apollinaire sem Jón Óskar
hefur þýtt).43
Fyrirbærið var upphaflega kallað ‚frjálst ljóðform‘ eða ‚ljóð í frjálsu
formi‘ á íslensku, og auk þess ‚óbundið ljóð‘, en heiðurinn af heitinu
‚fríljóð‘ á Helgi Hálfdanarson.44 Það heiti hefur þann kost að það
verður ekki notað um prósaljóð einnig, en fyrri heitin voru óskýr að
því leyti. Helsta einkenni fríljóðs er vitaskuld að það er bragleysa, en
öfugt við prósaljóð skiptist það í ljóðlínur, mislangar og með óreglu-
legri hrynjandi. Svo að dæmi séu tekin frá upphafi íslenskrar nútíma-
lýríkur þá er „Sorg“ Jóhanns Sigurjónssonar fríljóð en „Söknuður“
nafna hans Jónssonar ekki því hrynjandi þess er háttbundin (dakt-
ýlskur fimmliðaháttur mestanpart). Fríljóð eru yfirleitt rímlaus og hin
íslensku án ljóðstafasetningar. Þó eru þar undantekningar og bæði
Hannes Pétursson og Þorsteinn frá Hamri stuðla sín fríljóð, en nota
að vísu yfirleitt ekki þá þriggja ljóðstafa stuðlun sem algengust er í
bundnu máli.45 Erindaskipting fríljóða fer eftir efni, líkt og skipting
lausamáls í efnisgreinar, og línulengd miðast gjarna við merkingar-
heildir enda nálgast hrynjandin setningahrynjandi lausamáls og fjöl-
breytni hennar virðast lítil takmörk sett.
Ekki er fullljóst hvaða frönsku skáldi ber sá heiður að hafa fyrstur
ort fríljóð, en Rimbaud er þó talinn líklegur titilhafi. Í safninu Illumina-
tions sem prentað var að honum fjarstöddum eru tvö fríljóð. Hið fyrra
hljóðar svo (og lausleg þýðing fylgir):
Marine
Les chars d’argent et de cuivre —
Les proues d’acier et d’argent —
Battent l’écume, —
Soulèvent les souches des ronces.
43 „Útgarðar“, Jón Óskar (1991:56–64).
44 Sbr. Örn Ólafsson (1992:15).
45 Hannes Pétursson hefur gert góða grein fyrir aðferð sinni í stuttri athugasemd,
„Ljóðstafir“ [1977] (2002:57).