Són - 01.01.2005, Síða 111
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 111
Þeir sem útbreiða súrrealisma verða hjólpíndir og hengdir,
myndalkar verða lokaðir inni í speglasölum.71
Sifjafræði hugmynda skiptir máli, hvort sem verið er að ræða um
nútímaljóð eða annað. Það rýrir vissulega almennt gildi þessa liðar í skil-
greiningu þeirra Algulins og Eysteins að hann skuli fyrst og fremst eiga
við um ljóð súrrealista og skyldan skáldskap.72 Því þótt súrrealískar
myndir séu mikilvægur þáttur í nútímaskáldskap fer því fjarri að þær séu
almennt einkenni hans. Þetta gerir Algulin sér ljóst, enda segir hann:
„Det helt fritt associativa bildspråket företräds framför allt av
den surrealistiska lyriken med dess psykoanalytiskt grundade
principer om bildprojektioner ur drömmen och det undermed-
vetna och om en automatisk skrift. Dess bilder kan kallas auto-
noma.“73
Þriðji liðurinn — um óheft tengsl myndmálsins — getur átt vel við í
sértækri rannsókn eins og hjá Algulin en hann hefur afmarkaða vísun
og á lítt eða ekki við þegar kemur að jafn mikilvægum nútímaskáld-
um og T.S. Eliot, Ezra Pound og W.H. Auden, eða Rainer Maria
Rilke, Georg Trakl og Bertolt Brecht. Hann á hinsvegar við um mörg
rómönsk ljóðskáld, og líkar ljóðmyndir koma fyrir í Tímanum og vatn-
inu eftir Stein Steinar og hjá Hannesi Sigfússyni, svo að tvö íslensk
skáld séu nefnd.
71 „Les propagateurs du surréalisme seront roués et pendus, les buveurs d’images
seront enfermés dans des chambres de miroirs.“ Louis Aragon (1966:83–84).
72 Sjálfstæðar (átónómar) myndir eiga sér reyndar eldri rót í frönskum skáldskap en
súrrealistahreyfinguna. Marcel Raymond (De Baudelaire au surréalisme, þriðji hluti)
nefnir til marks um það bæði 19. aldar skáld (Lautréamont, Rimbaud) og ýmis
skáld á öndverðri 20. öld (dadaistana; og Apollinaire, Max Jacob, Reverdy, Saint-
Pol Roux) en súrrealistar gengu lengra og lögðu ‚fræðilegan‘ grunn að skáldska-
paraðferðinni.
73 Algulin (1969:19–20).