Són - 01.01.2005, Síða 113
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 113
Það er að segja, tengslin innan myndhverfingarinnar eiga að vera
langsótt en ekki fjarstæðukennd. Það er athyglisvert að Breton skyldi
nema staðar áður en kom að þessum kafla, og sýnir að myndskiln-
ingur Reverdys var ekki nógu róttækur að dómi hans. Honum fannst
mynd Reverdys of meðvituð smíð, hann vildi að dulvitundin og hend-
ingin gegndu höfuðhlutverki í myndsmíðinni. Í stað þess að leggja
áherslu á það, eins og Reverdy gerir, að sambandið milli frumliðar og
myndliðar sé ‚rétt‘ (juste) vill Breton að það sé ‚handahófskennt‘
(arbitraire): „Ég dreg ekki dul á að sú mynd er í mínum augum sterk-
ust sem býr yfir mestri tilviljun; sú sem lengstan tíma tekur að þýða á
raunhæft mál.“77 Hér má segja að kominn sé kjarninn í myndhugsun
Bretons. Kaflinn er lengri og er fylgt eftir með dæmum úr frönskum
skáldskap sem Benedikt hefur þýtt.78 Hér eru tvö, þar sem ein mynd
rekur aðra:
Une église se dressait éclatante comme une cloche.
Philippe Soupault
Kirkja teygði úr sér, hvell eins og bjalla.
Sur le pont la rosée à tête de chatte se berçait.
André Breton
Döggin með læðuhöfuðið dillaði sér á brúnni.
Breton finnur að því að fagurfræði Reverdys sé að öllu leyti a posteri-
ori, dregin af niðurstöðunni, einstökum ljóðum, og vill sjálfur fagur-
fræði sem leiði til þeirra tegunda af myndum sem hann aðhyllist, og
þá kemur inn kenningin um ‚frjáls hugtengsl‘ sem hann tekur frá
Freud.
Ekki fór hjá því að ýmiskonar rétttrúnaður setti svip á umræðuna um
nútímaljóð, og þá ekki síst um myndmál í ljóðum. Einn þáttur
orþódoxíunnar var trúin á skáldlega yfirburði myndhverfingar um-
77 „Pour moi, la plus forte [image] est celle qui présente le degré d’arbitraire le plus
élevé, je ne le cache pas; celle qu’on met le plus longtemps à traduire en langage
pratique“. André Breton (1972:52). Sbr. einnig Yfirlýsingar (2001:437).
78 André Breton (1972:53). Yfirlýsingar (2001:437–38).