Són - 01.01.2005, Síða 116

Són - 01.01.2005, Síða 116
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON116 og yfirleitt hjá Eysteini. Í fyrsta lagi getur lýsing Einars Braga (tekin í heild) einungis átt við um mjög stutt ljóð. Slík ljóð eru að vísu afar ríkur þáttur í ljóðlist nútímans en þó fjarri því að vera alráð, til dæmis eru þau það enganveginn á ensku málsvæði. Í öðru lagi á hún tæpast við um ljóð höfuðskálda á borð við Yeats, Pound, Eliot, Auden (og raunar fá enskumælandi skáld að ég hygg; undantekning væri þó t.d. Dylan Thomas). Ég hef að minnsta kosti hvergi orðið var við annað í skáldskap þeirra og ritum en að þeir telji báðar tegundir líkinganna hafa hlutverki að gegna. Samanber mynd Eliots hér að framan: When the evening is spread out against the sky Like a patient etherised upon a table Það er að segja: Kvöldið er ekki sjúklingur á skurðarborði, það liggur flatt undir himninum (myndhverfing) eins og sjúklingur í svefndái (samlíking). Eða tökum annað dæmi, nú úr Tímanum og vatninu, þar sem samlíking og myndhverfingar fallast í faðma: Eins og blóðjárnaðir hestar hverfa bláfextar hugsanir mínar inn um bakdyr eilífðarinnar. Auðvelt er að tína til dæmi úr nútímaljóðum sem sýna að samlíking er fullgildur skáldskapur. Þetta er raunar svo sjálfsagt mál að ekki tekur að eyða orðum að því. Fui solo como un túnel, orti Neruda, það mikla myndhvarfaskáld: ég var einn eins og undirgöng.86 La terre est bleue comme une orange,87 jörðin er blá eins og appelsína, orti Éluard. Reyndar kemur hvergi fram í umræðu hér á landi (fyrr en með þýðingu Benedikts Hjartarsonar á súrrealistaávarpinu), svo mér sé kunnugt, það sem þó var stefnuskráratriði hjá Breton, að samband liðanna í myndhverfingu ætti að vera sem langsóttast, hin frjálsu hugtengsl sem handahófskenndust. Ekki kemur heldur fram að Breton átti eftir að snúast hugur um ljóðmyndir, að nokkru leyti að minnsta kosti. Seinna á ferli sínum (1948) skrifar hann: 86 Pablo Neruda (1996:16). 87 Í flokknum „Premièrement“ í L’amour la poésie, sem Sigurður Pálsson hefur þýtt (Éluard 1995:37).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.