Són - 01.01.2005, Side 117
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 117
Eins og rannsóknir á ljóðlist standa nú er ekki vert að gera mikið
veður út af þeim hreina formsmun sem er á myndhverfingu og
samlíkingu. Víst er að bæði eru þau jafngild tæki analógískrar
hugsunar [hugsunar sem beinist að líkindum og hliðstæðum].
Hið fyrra býður upp á leiftrandi myndir en hinu síðara (eins og
sjá má á samlíkingunum „fagurt eins og“ hjá Lautréamont)
fylgja verulegir kostir að því leyti að það tefur og vekur eftirvænt-
ingu. […] Við eigum ekkert orð jafn upptendrandi og orðið
EINSOG, hvort heldur það kemur fram eða er undirskilið.88
Breton lítur með öðrum orðum svo á þegar hér er komið að á þessu
tvennu sé ‚hreinn formsmunur‘, og hvorttveggja hafi sína kosti.
Samlíkingin veki eftirvæntingu sem sé ‚verulegur kostur‘. Eftir sem
áður lýsir Breton fullri tryggð við ljóðmyndina, í henni fái ímynd-
unaraflið að njóta sín, þar nái andinn hæstum hæðum og hann hvetur
skáldin til æ meiri myndauðgi.89
André Breton var mikill aðdáandi spenntra og langsóttra líkinga,
einkum myndhverfinga. „Gildi myndarinnar er háð fegurð þess
neista sem tekist hefur að tendra; [hún er] afleiðing þeirrar spennu
sem myndast á milli leiðaranna tveggja.“90 Mönnum hefur því þótt
vel við hæfi að hann skyldi lýsa því yfir á unga aldri að hann vildi að
farið yrði með sig í flutningabíl til greftrunarstaðarins.91 Því gríska
orðið metafora (myndhverfing) þýðir eins og áður segir flutningur, og
enn má á götum Aþenu sjá orðið letrað á stóra sendiferðabíla.
88 „Au terme actuel des recherches poétiques il ne saurait être fait grand état de la
distinction purement formelle qui a pu être établie entre la métaphore et la com-
paraison. Il reste que l’une et l’autre constituent le véhicule interchangeable de la
pensée analogique et que si la première offre des ressources de fulgurance, la se-
conde (qu’on en juge par les „beaux comme“ de Lautréamont) présente de consi-
dérables avantages de suspension. […] Le mot le plus exaltant dont nous disposions
est le mot COMME, que ce mot soit prononcé ou tu.“ Í „Signe ascendant“, ívitnað
hjá Henri Béhar o.fl. (1992:369–70).
89 Sama rit (370).
90 „La valeur de l’image dépend de la beauté de l’étincelle obtenue; elle est, par con-
séquent, fonction de la différence de potentiel entre les deux conducteurs.“ André
Breton (1972:51), Yfirlýsingar (2001:435).
91 André Breton (1972:46), Yfirlýsingar (2001:429). Sbr. Alain Frontier (1992:83).