Són - 01.01.2005, Page 118
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON118
Snjallar ljóðmyndir eru meðal gersema skáldskapar, og eins og Aristó-
teles vissi er ekki hægt að fá þær að láni hjá öðrum. En ekki nægir að
þær séu kunnáttusamlegir smíðisgripir, á öllu veltur hvernig þeim er
komið fyrir í ljóði, hvernig þær falla að umhverfinu. Setjum sem svo
að ljóðið „Flugmundir“ eftir Stefán Hörð Grímsson í Hliðinni á sléttunni
byrjaði á þessu erindi:
Sumarið
málar bláar vindskeiðar
á dagsbrúnina.
Myndin er falleg og frumleg. En hún er þó ögn sjálfumglöð og full-
hátíðleg eins og oft vill henda í nútímaljóðum sem ‚gera út á‘ myndir,
líkt og hún segði: Sko mig, sjáiði bara hvað ég er myndvís og módern!
Í hana vantar þann galdur sem við eigum að venjast af Stefáni Herði.
Enda hljóðar erindið í raun og veru svo:
Það er sumarið
sem málar bláar vindskeiðar
á dagsbrúnina.
Því verður ekki neitað.92
Munurinn er mikill. Hátíðleikinn er farinn og myndin komin í ‚hvers-
dagslegan‘ ramma. Upptakturinn „Það er sumarið sem …“ og loka-
línan — sem er utan alls raunsæis, undirfurðuleg og óviðjafnanlega
stefánsk — valda því að hugblærinn verður allur annar og skáldlegri.
Í umfjöllun minni um ljóðmyndir hér að framan hef ég sveigt nokkuð
að íslenskri umræðu um myndmál í ljóðum (og bent á fáeinar er-
lendar rætur hennar). Ég tel að hún hafi verið einhæf og gert of mikið
úr ágæti sumra eiginda ljóða á kostnað annarra. Trúin á myndhverf-
ingar hefur stundum jaðrað við blætisdýrkun, og er í mínum augum
dæmi um það hvernig kreddur myndast og berast frá einu skáldi til
annars, frá gagnrýnanda til gagnrýnanda, frá kennara til nemanda.93
92 Stefán Hörður Grímsson (1970:9).
93 Í bók sinni Saga leikrit ljóð kemst Njörður P. Njarðvík svo að orði: „Mynd-
hverfingar eru mjög tíðar í ljóðum, ekki síst nútímaljóðum, enda má heita að hin