Són - 01.01.2005, Page 122

Són - 01.01.2005, Page 122
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON122 ‚módern‘ heldur af því þau væru frábær skáld. Hér sjáum við þá hvernig orðið byrjar sem merkimiði en verður fljótt að gæðastimpli gagnrýnenda. Nú er það auðvitað rétt að ýmsar eigindir sem algengar eru í nútímaljóðum má finna í eldri skáldskap, um það þarf ekki að deila; en það er ankannalegt, og bendir til þess að orðanotkun sé hæpin, að kalla kvæði Sapfóar eða Villons módern, því grunn-merkingarþáttur þess orðs hlýtur alltaf að vera ‚nútíminn‘. Í mínum augum að minnsta kosti er það lokleysa að tala um að nútímaljóð — eða módern ljóð — hafi verið ort í fornöld, og minnir á þá kenningu Stendhals (1823) að Sófókles og Evrípídes hafi verið ‚ótvíræðir rómantíkerar‘.103 Annars er notkun hugtaksins misjöfn eftir þjóðum sem vonlegt er, en einnig innan sama málsvæðis. Í umræðum á ensku virðist hugtak- ið modernism yfirleitt notað um ýmis einkenni skáldskapar sem fer að gæta í lok nítjándu aldar og árdaga hinnar tuttugustu. Að öðru leyti er hvergi nærri full samstaða um merkingarsvið hugtaksins og sögu- legan tíma þess.104 Samkvæmt þeim ritum á ensku um nútímaskáld- skap sem mér eru kunn hættir módernismans að sumra dómi að gæta um 1940, að annarra dómi á sjötta, sjöunda eða áttunda áratug aldarinnar.105 Að skeiði módernismans loknu er síðan yfirleitt talið að postmódernismi taki við í ljóðlistinni, en engin samstaða er um það heldur í hverju hann sé fólginn eða af hverju megi ekki tala áfram um módernisma þó að skáldskapurinn hafi breyst með nýjum kynslóðum og haldi áfram að breytast.106 Nú er það svo, eins og breski sagn- fræðingurinn G.M. Trevelyan komst að orði, að „ólíkt dagsetningum eru tímabil ekki staðreyndir. Þau eru hugmyndir sem menn gera sér eftirá um liðna atburði“.107 Eitthvað svipað mætti segja um bók- menntasöguna: Ólíkt skáldum og rithöfundum, ljóðum og öðrum bókmenntaverkum er módernisminn ekki staðreynd, hann er safn hugmynda, oft lítt samstæðra, sem menn hafa gert sér eftirá til að reyna að skilja þróun bókmennta á tilteknu tímabili. Í umfjöllun um breytingarnar sem urðu í ljóðagerð á Íslandi fæ ég 103 „Sophocle et Euripide furent éminemment romantiques.“ Ívitnað hjá Antoine Compagnon (1990:26). 104 Í bók sinni The Concept of Modernism gerir Ástráður Eysteinsson ítarlega grein fyrir notkun hugtaksins og mismunandi skilningi þess í bókmenntaumræðu, aðallega á ensku málsvæði. 105 Sjá t.d. Malcolm Bradbury og James McFarlane (1991:12), og David Perkins (1987:332). 106 Það gefur auga leið að því þrengra sem módernisminn er skilgreindur þeim mun brýnni finnst mönnum þörfin á öðrum isma með nýju heiti á eftir honum. 107 Hér ívitnað eftir Malcolm Bradbury og James McFarlane (1991:19).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.