Són - 01.01.2005, Page 125
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 125
form.111 Fáein brot úr fyrstu ljóðabók Sigfúsar Daðasonar gefa hug-
mynd um hvernig viðraði í Reykjavík, hvað sótti á ungt og næmt
skáld á seinnihluta fimmta áratugarins:
Mannshöfuð er nokkuð þungt
en samt skulum við standa uppréttir …
Ég bið ekki um sálarró, staðsettur miðja vega milli himna-
ríkis og helvítis, nýs og gamals, austurs og vesturs …
… endalaus leit að hætti að lifa
óþrotleg bið og spurning …
Við létum gamlan dvalarstað að baki
— eins og dagblöð í bréfakörfuna —
höldum nú áfram lítum ei framar við …
… við finnum nýja aðferð til að lifa ennþá —
Er hægt að líkja ástandi ljóðlistarinnar á Íslandi 1945 við það sem ríkti
í Þýskalandi 1945? Var einhverskonar Stunde Null líka hér á landi í
ljóðaefnum, núlltími þar sem allt hið gamla var rangt og nauðsynlegt
að byrja frá rótum? Það er eflaust of mikið sagt, enda ólíku saman að
jafna að flestu leyti. Í Þýskalandi var allt í kaldakoli í stríðslok, bæði
efnahagslega, menningarlega og siðferðilega, eftir tólf ára alræði nas-
ista og sex ára hervæðingu þjóðlífsins, en Íslendingar höfðu hinsveg-
ar auðgast í stríðinu og voru að sumra dómi loksins að verða menn
með mönnum. Þó virðist augljóst að upprennandi skáld á Íslandi
fundu mjög fyrir því sem á þýsku nefnist Nachholbedarf, þörf á uppbót
fyrir það sem úrelt er orðið eða á vantar. Þau höfðu kynnst mun
meira en áður erlendum bókmenntum — ekki síst nútímaljóðum — og
fannst ljóðagerð á Íslandi vera langt á eftir og ekki í samræmi við
samtímann. Þeim fannst knýjandi nauðsyn að vinna ný lönd og rjúfa
þá einangrun og þá innrækt sem að þeirra dómi einkenndi íslenskan
skáldskap. Þetta ætti að vera óhætt að álykta um þankagang ung-
111 Dæmi: Um hina goðsögulegu aðferð James Joyce í Ulysses sagði Eliot að hún væri
„skref í þá átt að gera heim nútímans listhæfan“ („a step toward making the
modern world possible for art“). Í „Ulysses, Order, and Myth“, T.S. Eliot
(1975:178).