Són - 01.01.2005, Page 127
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 127
Sannast sagt veit ég ekki til að þessir svokölluðu förtitalistar hafi
haft nein áhrif á íslensk ljóðskáld, þó Steinn og Hannes væru að
fræða menn um þá yfir kaffibollum á Skálanum. Sjálfur hafði ég
ekki mikinn áhuga á þeim […] enda stóð ég, ásamt Sigfúsi
Daðasyni, í sambandi við uppsprettulindir nútímafyrirbæra í
ljóðagerð, en ekki enduróm þeirra á Norðurlöndum.116
Þetta þarf auðvitað ekki að taka alveg bókstaflega og gildir ekki um
allan skáldahópinn, en að því er Sigfús varðar hygg ég það sé rétt að
hann hafi aldrei lagt sig að ráði eftir skáldskap á Norðurlandamálum.
Aftur á móti hafði hann miklar mætur á Paul la Cour og Dagbókar-
brotum hans.
Á Íslandi sem annarstaðar tók byltingin ekki einungis til forms
heldur til inntaks ekki síður, enda gagnrýnir Jón orðið formbylt-
ingarskáld, „þetta orð sem Einar Bragi notaði því miður af lítilli
fyrirhyggju upp úr 1953“,117 og hann nefnir mikilvæg atriði sem snúa
að breyttu efnisvali og nýrri lífssýn hinna ungu skálda:
Við atómskáldin ortum aldrei eitt einasta ljóð um sögulegan
atburð úr Íslendingasögum eða mannkynssögunni frá liðnum
öldum eða upp úr þjóðsögum eða goðafræði eins og nítjándu
aldar skáldin og aldamótaskáldin og raunar allir fyrirrennarar
okkar gerðu. Okkur hefði margt fyrirgefist, ef við hefðum gert
það. En þetta var einfaldlega (í grófum dráttum) munurinn á
okkur og fyrri skáldum á Íslandi. Hversvegna? Af því að nú var
allt breytt, þjóðfélagið sjálft, sveitamenningin, Reykjavík. Þetta
var munurinn á gamla tímanum og nýja tímanum.118
Allt var breytt: þjóðfélagið, sveitirnar og Reykjavík. Og síðast en ekki
síst var einangrun landsins rofin og Ísland komið í miðju heims-
atburða. Við það kom í ljós betur en áður að Ísland var tilfinnanlega
vel). Á Norðurlandamálum eftir Nordahl Grieg og Karl Vennberg og Fragmenter
af en Dagbog eftir Paul la Cour. Auk þess eru í fórum hans frá þessum tíma þrjú
söfn nútímaljóða: Poems of Our Time 1900–1942 (Everyman’s Library nr. 981),
Twelve Modern Poets, útg. af Artur Lundkvist (ljóð eftir tólf enskumælandi skáld) og
40-talslyrik, útg. af E. Lindegren og K. Vennberg.
116 Jón Óskar (1975:79).
117 Jón Óskar (1975:162).
118 Jón Óskar (1977:52–53).