Són - 01.01.2005, Page 130
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON130
Frakklandi hefur mátt greina þær raddir að frjálsu formi fylgdi sú
hætta að slakað yrði á kröfum til skáldskaparins, það byði upp á
auðveldar lausnir. Ég ætla að nefna fjögur skáld í því sambandi.
Strax við upphaf vegferðarinnar talaði Baudelaire um hættur hins
auðvelda, hættur algjörs frelsis, og líkti við ástir vændiskonu.124
Svipaðar efasemdir um ágæti frelsisins mátti greina hjá T.S. Eliot
og Ezra Pound sem tóku um skeið afstöðu gegn ljóðum í frjálsu formi
og höfðu þó báðir iðkað það ljóðform með góðum árangri. Skömmu
fyrir 1920 fóru þeir að yrkja ferhendur í anda Théophile Gautier hins
franska, Pound ljóðaflokkinn Hugh Selwyn Mauberly og Eliot til að
mynda kvæðið „Whispers of Immortality“. Þar er þetta erindi um
enska 16. aldar skáldið John Donne (sem mér hefur lengi þótt vera
um Sigfús Daðason):
Donne, I suppose, was such another
Who found no substitute for sense,
To seize and clutch and penetrate;
Expert beyond experience.
Um fríljóð (e. free verse) sagði Eliot: „No verse is free for the man who
wants to do a good job“, og lauk ádeilugrein sem hann skrifaði 1917
á orðunum: „… vers libre does not exist, for there is only good verse,
bad verse, and chaos“.125 Þetta skeið stóð þó stutt, einkum hjá Pound
sem tók að yrkja sinn langa (og ófullgerða) Cantos-bálk, en í ljóðum
Eliots eimir löngum eftir af brag, enda var reyndar stefna hans alla tíð
að ljóð ættu ekki að fjarlægjast bundið mál um of.
Um samtímaskáldskapinn á Íslandi 1983 komst Halldór Laxness
svo að orði í viðtali:
[M]eirihlutinn af þessu er svo fasílt, auðvelt, og jafnvel auvirði-
legt. […] Ég gæti sem hægast búið þetta til en þetta er svo fasílt
að fyrir alvarlegan rithöfund væri það eins og ef úrsmiður væri
settur í að smíða taðkvörn.126
124 Baudelaire er einkum að tala um myndlist en víkur einnig að prósaljóðum, sem
hann var þá nýlega farinn að yrkja: „… la fantaisie est d’autant plus dangereuse
qu’elle est plus facile et plus ouverte; dangereuse comme la poésie en prose,
comme le roman, elle ressemble à l’amour qu’inspire une prostituée et qui tombe
bien vite dans la puérilité ou dans la bassesse; dangereuse comme toute liberté
absolue.“ Baudelaire (1954:797).
125 „Reflections on ‚vers libre‘“ (1978:189).
126 Viðtal við Illuga Jökulsson (Storð 3/1983:15).