Són - 01.01.2005, Page 141
Hjalti Snær Ægisson
Um ljóðabækur ungskálda
frá árinu 2004
Nokkrar glæfralegar athugasemdir
1. Auðnin er stjarnlaus
Kanadíski bókmenntafræðingurinn Linda Hutcheon leitast við að
skilgreina póstmóderna list í bók sinni The Politics of Postmodernism frá
1989. Hutcheon segir einkenni slíkrar listar vera að hún sé í senn
söguleg og samtímaleg: „[H]ún bæði staðfestir og grefur undan ríkj-
andi menningarlegum og félagslegum öflum hins vestræna nútíma-
heims.“1 Gagnrýni póstmódernískra listamanna á tæki og birtingar-
form fjöldamenningar er sett fram með þessum sömu tækjum og
birtingarformum. Póstmódernísk gagnrýni eða mótmæli fela þannig í
sér þátttöku; ástandið er gagnrýnt innan frá. Til eru nokkur dæmi um
þetta í íslenskri ljóðlist, til að mynda fyrstu ljóðabækur Einars Más
Guðmundssonar.
Á síðasta ári kom út hjá Sölku bók sem heitir Mótmæli með þátttöku:
bítsaga. Hún á þó fátt skylt við þátttökugagnrýni eins og þá sem Linda
Hutcheon lýsir og tengingin við bítskáldin er að sama skapi óná-
kvæm. Höfundurinn, Kristian Guttesen, hefur áður gefið út fjórar
ljóðabækur. Fyrstu tvær heita Afturgöngur (1995) og Skuggaljóð (1998;
endurskoðuð útgáfa 2003). Í þeim er mikið af dramatík og myrkri,
óblíðar náttúrumyndir eru algengar og einhver svartagaldursstemn-
ing viðloðandi, sérstaklega í þeirri síðarnefndu þar sem heiti ljóðanna
eru skrifuð með rúnaletri. Þriðja bókin, Annó (1999), er úrval úr
ljóðum Kristians; ljóðin eru flokkuð eftir því hvaða ár þau eru ort og
eru þar meðal annars ljóð úr fyrri bókunum tveimur. Fjórða bókin,
Ígull (2003), er öll á persónulegri og hlýlegri nótum; mörg ljóðin yrkir
Kristian til skyldmenna sinna, vina, eiginkonu og barna. Húmorinn
er á sínum stað, sérstaklega í smámyndum sem brugðið er upp úr
1 Jón Yngvi Jóhannsson (1999:127).