Són - 01.01.2005, Page 144

Són - 01.01.2005, Page 144
HJALTI SNÆR ÆGISSON144 Mið-Asíu heldur í ónefndri stórborg. Titill bókarinnar er óræður eins og verkið sjálft. Í upphafi þess stendur þetta um jakuxa: Þeir eru búnir til úr neoni, þaðan fáum við neon, við gerum úr þeim auglýsingaskilti og tússpenna. Það þarf bara einn dropa til að lýsa upp heila stórborg þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvernig heill jakuxi glóir. Þeir ferðast um í halarófu og eru til í fleiri litum en þú munt nokkru sinni sjá, litum sem augu þín eru ófær um að nema.3 Líklega dylst það fáum að jakuxarnir, sem hér er lýst, eiga ekkert sameiginlegt með síðhærðu nautgripategundinni úr Íslenskri orðabók — ekkert nema nafnið eitt. Jakuxar Kristínar Eiríksdóttur í Kjötbænum eru tilbúningur hennar sjálfrar. Dæmið sem hér er tekið er nokkuð lýsandi fyrir stíl bókarinnar. Í Kjötbænum er fátt eins og það sýnist. Bókin er á vissan hátt ein alls- herjarviðspyrna gegn klisjum og stöðnuðu tungumáli; höfundi tekst að skapa sitt einkatungumál þar sem orðum eru fengin ný blæbrigði eða alveg ný merking. Orðin í Kjötbænum vísa ekki í viðtekinn veru- leika heldur annan heim, heim verksins sjálfs sem er furðuveröld innilokunar, martraða og óþægilegra ráðgátna. Þrátt fyrir alla sína ljóðrænu er Kjötbærinn frásagnarverk — það er einhver framvinda í honum — en þegar kemur að því að endursegja söguþráðinn vandast málið. Plottið er í raun undir sérhverjum les- anda komið og textinn er nógu óræður til þess að tveir ólíkir lesendur geti túlkað hann á alveg andstæðum forsendum og komist að gerólíkri niðurstöðu. Lesandinn fær að fylla í eyðurnar og geta sér til um hvers konar samhengi er á milli atriðanna eða myndanna sem brugðið er upp. Það er að minnsta kosti ljóst að sagan gerist að mestu leyti í einu herbergi á efstu hæð í blokk. Sögumaðurinn er Kata, ung kona sem býr þar með kærastanum sínum, Kalvin. Kata er oftast ein heima á meðan Kalvin er í vinnu, hún virðist eiga erfitt með að gera greinar- mun á draumum sínum og raunveruleikanum. Lýsingar Kötu á umhverfi sínu eru sérdeilis óraunsæislegar og minna mest á ofskynj- anir: Hún sér blokkirnar í nágrenninu sveiflast hverja utan í aðra, rauða lifur skríða eftir gólfinu, þrívíða smáauglýsingu í blaði og stand- lampa sem skíðlogar. Kalvin er, að því er virðist, fremur vafasamur náungi, fámáll en stoltur eigandi haglabyssu og vel brýndra hnífa. 3 Kristín Eiríksdóttir (2004:11).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.