Són - 01.01.2005, Page 147
UM LJÓÐABÆKUR UNGSKÁLDA FRÁ ÁRINU 2004 147
Ást og appelsínur er í heild sinni grafísk útfærsla á kunnuglegu mynd-
máli sem felst í skörun tveggja orðræðna: Ástar og áts. Ást ljóðmæland-
ans er barnsleg („þess vegna ætla ég / að eiga þig alltaf“, bls. 8) og snýst
oft upp í þráhyggju. Þetta er blandað hatri og ofbeldi og lögð áhersla
á hve fín lína er á milli þess að elska og hata. Hér má finna nokkur
skemmtileg tilþrif, gjarnan á erótískum nótum, en þar með er það í
raun upptalið. Fjölbreytninni er ekki beinlínis fyrir að fara enda ekki
út í bláinn að tala um þessa bók sem ljóðabálk þótt hann myndi því
miður ekki nógu sterka heild. Stígandin í verkinu er skemmtileg; sífellt
meiri kraftur færist í lýsingarnar. Málfarið er einhæft og hrynjandi
nokkuð sérstök. Textinn verður pínulítið tilgerðarlegur á stöku stað,
einkum þegar höfundur kýs að víkja frá eðlilegri orðaröð til þess að
fella mál sitt að hrynjandinni: „Við hlæjum og síðan / þú stendur á
fætur“ (bls. 12), „bíddu, ég segi / og sæki okkur hníf“ (bls. 14).
Ást og appelsínur er áhugaverð bók en ekki rismikil. Ljóðin eru ekki
ofin saman með leiðarstefjum eða lykilorðum — þau eru runa af
endurtekningum. Þórdís er búin að gefa til kynna að önnur bók sé á
leiðinni. Það verður gaman að fá hana í hendurnar — hér er nefnilega
vísir að einhverju spennandi þrátt fyrir allt.
4. Ljós umlukið myrkri
Eitt af lykilorðum nútímalegra bókmennta er samruni. Mörkin á milli
bókmenntagreina og -tegunda verða sífellt óljósari; hið háa blandast
hinu lága, kjarngott mál er brætt saman við slangur, fornsagnahetjur
mæta teiknimyndafígúrum í kröppum dansi. Allt er sett fram á sama
plani og allt er leyfilegt.7 Af þeim bókum sem hér hafa verið nefndar
má sjá að mörk ljóðabóka eru ekki lengur skýr, Mótmæli með þátttöku
og Kjötbærinn fela báðar í sér einhverja framvindu eða frásögn (sú
fyrrnefnda hefur meira að segja undirtitilinn bítsaga) og Ást og appel-
sínur var grunnurinn að fjöllistasýningu sem sett var upp á Akureyri í
lok nóvember. Ljóðformið er því gjarnan næring fyrir eitthvað meira,
brot af stærri heild.
Í ljóðabókum síðasta árs er þó sennilega hvergi meiri blöndun að
finna en í bókinni Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga eftir Hauk
Ingvarsson, útgefinni af Eddu. Orðmargur titill bókarinnar gefur
7 Svona samruni er ekki bundinn við bókmenntirnar einar heldur er hann einkenni
á vestrænni menningu almennt. Um samruna hámenningar og lágmenningar sjá
meðal annars Ármann Jakobsson (2002:49-67).