Són - 01.01.2005, Page 147

Són - 01.01.2005, Page 147
UM LJÓÐABÆKUR UNGSKÁLDA FRÁ ÁRINU 2004 147 Ást og appelsínur er í heild sinni grafísk útfærsla á kunnuglegu mynd- máli sem felst í skörun tveggja orðræðna: Ástar og áts. Ást ljóðmæland- ans er barnsleg („þess vegna ætla ég / að eiga þig alltaf“, bls. 8) og snýst oft upp í þráhyggju. Þetta er blandað hatri og ofbeldi og lögð áhersla á hve fín lína er á milli þess að elska og hata. Hér má finna nokkur skemmtileg tilþrif, gjarnan á erótískum nótum, en þar með er það í raun upptalið. Fjölbreytninni er ekki beinlínis fyrir að fara enda ekki út í bláinn að tala um þessa bók sem ljóðabálk þótt hann myndi því miður ekki nógu sterka heild. Stígandin í verkinu er skemmtileg; sífellt meiri kraftur færist í lýsingarnar. Málfarið er einhæft og hrynjandi nokkuð sérstök. Textinn verður pínulítið tilgerðarlegur á stöku stað, einkum þegar höfundur kýs að víkja frá eðlilegri orðaröð til þess að fella mál sitt að hrynjandinni: „Við hlæjum og síðan / þú stendur á fætur“ (bls. 12), „bíddu, ég segi / og sæki okkur hníf“ (bls. 14). Ást og appelsínur er áhugaverð bók en ekki rismikil. Ljóðin eru ekki ofin saman með leiðarstefjum eða lykilorðum — þau eru runa af endurtekningum. Þórdís er búin að gefa til kynna að önnur bók sé á leiðinni. Það verður gaman að fá hana í hendurnar — hér er nefnilega vísir að einhverju spennandi þrátt fyrir allt. 4. Ljós umlukið myrkri Eitt af lykilorðum nútímalegra bókmennta er samruni. Mörkin á milli bókmenntagreina og -tegunda verða sífellt óljósari; hið háa blandast hinu lága, kjarngott mál er brætt saman við slangur, fornsagnahetjur mæta teiknimyndafígúrum í kröppum dansi. Allt er sett fram á sama plani og allt er leyfilegt.7 Af þeim bókum sem hér hafa verið nefndar má sjá að mörk ljóðabóka eru ekki lengur skýr, Mótmæli með þátttöku og Kjötbærinn fela báðar í sér einhverja framvindu eða frásögn (sú fyrrnefnda hefur meira að segja undirtitilinn bítsaga) og Ást og appel- sínur var grunnurinn að fjöllistasýningu sem sett var upp á Akureyri í lok nóvember. Ljóðformið er því gjarnan næring fyrir eitthvað meira, brot af stærri heild. Í ljóðabókum síðasta árs er þó sennilega hvergi meiri blöndun að finna en í bókinni Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga eftir Hauk Ingvarsson, útgefinni af Eddu. Orðmargur titill bókarinnar gefur 7 Svona samruni er ekki bundinn við bókmenntirnar einar heldur er hann einkenni á vestrænni menningu almennt. Um samruna hámenningar og lágmenningar sjá meðal annars Ármann Jakobsson (2002:49-67).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.