Són - 01.01.2005, Side 148
HJALTI SNÆR ÆGISSON148
nokkra vísbendingu um stíl hennar og efnistök. Niðurfall er ekki
hefðbundin ljóðabók heldur rapsódía í orðum þar sem öllu ægir
saman; hér má finna Einar Áskel, Bítlana, Jónas Hallgrímsson, Twin
Peaks, Phil Spector, Hörð Magnússon, Sjálfstætt fólk og Todd Ric-
hardsson. Textarnir í Niðurfalli eru allt frá stuttum ljóðum til þriggja
síðna frásagna. Tónninn er á einhverju illskilgreinanlegu svæði milli
hefðar og dægurmenningar.
Vísanir eru það vopn sem Haukur beitir einkum í bók sinni og
byggja þær að mestu á þremur sviðum: Íslenskum (forn)bókmenn-
tum, popptónlist og barnabókum. Veröld barnsins er miðlæg í
Niðurfalli. Mangi sá sem getið er um í titli verksins virðist að miklu
leyti sóttur í samnefnda persónu úr barnabókinni Hver bjargar Einari
Áskeli? sem kom út á íslensku 1981 (þegar Haukur Ingvarsson var
tveggja ára) og gæti sú persóna komið að einhverjum notum við
túlkun Niðurfalls. Mangi er leynivinur Einars Áskels, hugarburður
sem hann leitar til þegar hann er einmana og vantar leikfélaga. Í
Niðurfalli koma fyrir með reglulegu millibili stuttar frásagnir þar sem
ljóðmælandinn og Mangi skoða heiminn og velta vöngum yfir lífinu
og tilverunni. Mangi í Niðurfalli er þó talsvert frábrugðinn nafna
sínum úr bókum Gunillu Bergström: Hann er heimspekilegri, krítísk-
ari og almennt „fullorðinslegri“. Rétt eins og í Hver bjargar Einari Ás-
keli? er Mangi hér aukasjálf aðalpersónunnar og samræður þeirra
kveikja margar frjóar hugleiðingar:
„ . . . Listfræðingar
eru glópar sem stara svo stíft í tjörnina að þeir sjá ekki
himininn.“
„Vilt þú ekki setja upp sýningu á úrkynjaðri list eins og
Jónas frá Hriflu?“ spyr ég.
„Það er ekkert púkó að krefjast þess að listaverk hafi
merkingu. Er ekki nóg að lífið sé óskiljanlegt?“8
Fleiri barnabókmenntir koma fyrir í Niðurfalli, meðal annars Ævintýri
Æskunnar, Dýrin í Hálsaskógi og Breiðholtsstrákur fer í sveit. Það er freist-
andi að túlka þessar tengingar sem sjálfsævisögulegt atriði. Niðurfall er
fyrsta bók höfundar, með henni er hann ef til vill að gera upp eigin
æsku, svipað og Halldór Laxness í Barni náttúrunnar.
8 Haukur Ingvarsson (2004:73–74).