Són - 01.01.2005, Page 152

Són - 01.01.2005, Page 152
HJALTI SNÆR ÆGISSON152 sjálfur gert því skóna að hann viti stundum hreinlega ekki hvort hann sé að gagnrýna ástandið sem hann lýsir í ljóðum sínum eða taka undir það. 13 Í maí 2005 var Þú veist hvernig þetta er valin áhugaleiksýning síðasta leikárs og af því tilefni settar upp tvær sýningar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Lesa mátti í blöðum að ófáum sýningargestum hafi þar hreinlega ofboðið og gengið út. Að sama skapi má reikna með að Grillveður í október höfði ekki til allra, og sennilega ekki nema fárra. Bókin er kraftmikil þótt tónninn sé stundum dálítið þvingaður og áreynsla höfundarins við að hneyksla lesendur sína of áberandi. Bókin er fyrst og fremst áhugaverður vitnisburður um fyrirbæri eins og upplestrarkvöld Nýhils, frökk en ekki sérlega eiguleg, enda þolir hún illa að vera lesin oft. 6. Nú er ofurhetjan dáin Í Grillveðri Óttars M. Norðfjörð kemur eitt ljóðanna fyrir tvisvar sinn- um (bls. 9 og 29). Í seinna skiptið stendur „(e)“ fyrir aftan ljóðið. Ljóðið felur þannig í sér vissa færslu á milli sviða. Vísunin er í sjón- varpsdagskrá í blöðum þar sem endurtekið efni er merkt með „(e)“. Svipaða færslu má finna í annarri ljóðabók frá 2004, en um miðbik hennar (bls. 20–21) kemur opna sem er auð, að undanskildum orðunum: „Hlé / Æska allra fimmtudaga.“ Með auðum síðum reynir höfundurinn þannig að mynda tengsl við stillimyndina sem var eina sjónvarpsefni þjóðarinnar á fimmtudögum um áraraðir. Miðlarnir tveir eru látnir kallast á; ljóðabókin öðlast einkenni sjónvarps. Bókin er Ofurmennisþrá. Höfundurinn er Valur Brynjar Antonsson. Ofurmennisþrá er hans fyrsta verk, gefin út af Nýhil seint í fyrrahaust. Í fréttatilkynningu var bókin sögð fjalla um „síðasta tabú okkar tíma: Ofurmennisþrá“.14 Hljómar klént í fyrstu, dálítil Nietzsche-lykt af titlinum, en við nánari athugun kemur í ljós að hér er nokkuð burð- ugt verk. Í samhengi bókarinnar virðist ofurmennishugtakið að ein- hverju leyti samtvinnað skáldahugtakinu, en kannski fylgir orðinu „ofurmenni“ nokkur kaldhæðni. Í ljóðinu „27 skáld“ ávarpar ljóðmæl- andinn skáld sem er upp á kant við aðra menn en stendur þeim samt framar í einhverjum skilningi: 13 Hér er vísað til viðtals sem Haukur Ingvarsson átti við Óttarr í útvarpsþættinum Víðsjá 20. júní 2005. 14 www.nyhil.org
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.