Són - 01.01.2005, Page 156
HJALTI SNÆR ÆGISSON156
8. Flögrið, hugmyndir flögrið
Að lokum er rétt að minnast á tvær litlar og smellnar ljóðabækur frá
því í fyrra sem smíðaðar voru í Hafnarfirði: Snæför eftir Snæfara og
Skýjamyndaárásir eftir Val Grettisson, báðar útgefnar af Hafnfirsku
akademíunni. 19 Hafnfirska akademían er menningarlega sinnuð og
pólitískt þenkjandi samkoma ungra karlmanna, hópur sem segja má
að sé eins konar Hafnarfjarðarútgáfa af Nýhil. Súfistinn við Strand-
götu er þeirra Mokka og Birgir Svan Símonarson er í hlutverki
mentorsins; hann skrifar káputexta aftan á Snæför og Skýjamyndaárásir
og í ljóðinu „Aðferð“ eftir Snæfara játar höfundurinn á sig að marga
nóttina brjótist hann inn „til Birgis Svans / og Hómers / og [steli]
óendanlegum gerðum / af næstsíðustu ljóðum þeirra“ (Snæför, bls.
36).
Snæför og Skýjamyndaárásir eru um margt líkar bækur. Þær eru skil-
getin afkvæmi nýraunsæisins í ljóðagerð áttunda og níunda áratug-
arins og því svolítið gamaldags á köflum. Stundum er jafnvel eins og
skáldin hafi ekki áttað sig á því að kalda stríðinu sé lokið: „[E]r það
ekki dásamlegt / að við getum gjöreytt / veröldinni með einum
hnappi?“ (Skýjamyndaárásir, bls. 17). Einar Már er í farteskinu, hann er
auðsjáanlega einn af mestu áhrifavöldum skáldanna tveggja eins og
eftirfarandi ljóð ber með sér:
Að elska en vera ekki elskaður
er eins og að misskilja textabrot
og syngja það hástöfum20
Hugsunin í báðum bókunum er fremur vinstrisinnuð; þarna eru
gjöreyðingarvopn, flugskeyti, Hiroshima, ríkir hræsnarar og árans
íhaldið sem „talar til mín / en ég skil ekki baun“ (Snæför, bls. 37),
ásamt pólitískum baráttuljóðum gegn Íraksstríðinu, meðal annars í
tveimur eftirfarandi ljóðum sem bera ágætan vott um muninn á skáld-
unum tveimur:
19 Enginn veit hver Snæfari er í raun og veru en Ólafur Kolbeinn Guðmundsson
safnaði ljóðum hans og bjó þau til prentunar. Hann hefur líka flutt ljóð Snæfara á
upplestrarkvöldum.
20 Valur Grettisson (2004:18).