Són - 01.01.2005, Side 158
HJALTI SNÆR ÆGISSON158
sem listamenn ná oftar verulegum árangri en það er tónlistarbrans-
inn. Í heimildamyndinni Gargandi snilld eftir Ara Alexander Ergis
Magnússon er að finna viðtalsbrot við Dag Kára Pétursson tónlistar-
mann. Dagur Kári reynir þar að svara því hvers vegna gróskan í
íslenskri dægurtónlist sé jafnmikil og raun ber vitni. Kenning hans er
sú að samhugur íslenskra tónlistarmanna sé skýringin á velgengni
þeirra. Í íslenska tónlistarheiminum hjálpast allir að, allir eru vinir og
ávallt reiðubúnir að lána hver öðrum græjur, hengja upp auglýsingar
eða hlaupa í skarðið ef einhver forfallast. Kenningin hljómar sann-
færandi enda á menningarsagan mörg dæmi um frjó sambönd lista-
manna.
Ef eitthvað er að hjá íslenskum ungskáldum, getur þá ekki verið að
það sé einmitt þetta? Samskipti þeirra virðast oft snúast upp í skítkast
og háðglósur og enginn gerir tilraun til að læra neitt af kollegum
sínum. Hver situr í sínu horni og yrkir. Flestar tilraunir til uppreisna
og föðurmorða enda úti í móa því það kemur sjaldnast neitt í staðinn
fyrir það sem á að ryðja burt. Ungskáld virðast ekki alveg vita
hvernig eigi að gera hlutina en vita hins vegar nákvæmlega hvernig á
ekki að gera hlutina. Það er því óskandi að landið smáfari bráðum að
rísa aftur. Allir geta notið góðra ljóða en nöldur höfðar ekki nema til
sumra. Góðar bókmenntir verða ekki til nema þeim fylgi alvöruum-
ræða.
HEIMILDIR
Ármann Jakobsson. 2002. „Kröpp lægð yfir Vesturheimi?“ Ritið 3/2002,
bls. 49–67. Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.
Haukur Ingvarsson. 2004. Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga.
Mál og menning, Reykjavík.
Inga Rún Sigurðardóttir. 2005. „Lífið er Sirkus.“ Morgunblaðið, 4. júní,
bls. 59.
Jón Yngvi Jóhannsson. 1999. „Upphaf íslensks póstmódernisma.“
Kynlegir kvistir tíndir til heiðurs Dagnýju Kristjánsdóttur fimmtugri, bls.
125–142. Uglur og ormar, Reykjavík.
Kristian Guttesen. 1995. Afturgöngur. Útgefið af höfundi, Mosfellsbæ.
Kristian Guttesen. 1999. Annó. Cymru, Reykjavík.
Kristian Guttesen. 2003. Ígull. Deus, Reykjavík.
Kristian Guttesen. 2004. Mótmæli með þátttöku: bítsaga. Salka, Reykjavík.
Kristian Guttesen. 2003. Skuggaljóð. Endurskoðuð útgáfa. Útgefið af
höfundi, Wales.