Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 2

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 2
Leiðbeiningar til greinarhöfunda Reglur ritnefndar Tímarit um menntarannsóknir er vettvangur fyrir fræðilega umræðu um menntarannsóknir á Íslandi. Þær kröfur eru 1. gerðar til greinahöfunda að þeir lúti viðteknum venjum um fræðilega framsetningu efnis og visindaleg vinnubrbrögð. Öllum er heimilt að senda efni ritið. Allt efni sem tengist menntun og rannsóknum á menntamálum með einum eða 2. öðrum hætti metur ritnefnd og skoðar með tilliti til útgáfu. Meginregla er að innsendar greinar hafi ekki birst annars staðar. Undantekning er gerð frá þessari reglu ef ritnefnd telur 3. greinar sem birst hafa í viðurkenndum erlendum fagtímaritum eftirsóknarverðar til birting-ar á íslensku. Fyrsti höfundur greinar er talinn aðalhöfundur hennar og ber ábyrgð á samskiptum við ritstjóra og væntanlega les-4. endur. Greinar geta verið hvort sem er á íslensku eða ensku. Ef grein er á íslensku er áhersla lögð á að öll fræðiheiti séu á 5. íslensku og að málfar og framsetning efnis sé samkvæmt íslenskum málvenjum. Ákvörðun um birtingu greina byggist á faglegri umsögn a.m.k. tveggja ritrýna um gæði rannsóknar eða fræðilegrar 6. greinar og viðbrögðum höfundar við athugasemdum. Allt innsent efni fær faglega umsögn og athugasemdir að minnsta kosti tveggja aðila sem ritnefnd treystir til verksins. Umsögn fylgir jafnframt ákvörðun um birtingu eða synjun. Í vissum tilvikum getur grein verið samþykkt með fyrirvara 7. um að brugðist sé við faglegum ábendingum. Eftir að greinarhöfundur hefur brugðist við athugasemdum er grein hans lesin yfir að nýju og honum sendar nýjar abendingar, fyrri ábendingar ítrek-aðar eða hann látinn vita að grein hans sé endanlega samþykkt með áorðnum breytingum. Greinum sem ekki standast kröfur um framsetningu og efnistök hafnar ritnefnd hvort sem um er að ræða innsendar 8. greinar eða greinar sem fólki hefur verið boðið að skrifa í blaðið. Ritnefnd áskilur sár rétt til að breyta orðalagi eða stafsetningu ef nauðsyn krefur við lokafrágang ritsins. 9. Skilafrestur efnis í timaritið er 1. maí ár hvert. Handrit sendist ritstjóra (sjá http://www.fum.is). 10. Framsetning efnis Handritum skal skila í rafrænu formi til ritstjóra. Þau skulu vera unnin í Word með leturgerð Times New Roman 12 1. punkta. Línubil skal vera 2 og jafnað til vinstri. Fyrirsagnir skulu vera í Times New Roman 14 punkta og aðeins jafnaðar til vinstri. Lengd handrits skal vera að hámarki 9000 orð (um 25 bls.). Að öðru leiti skal fylgja útgáfureglum APA1. Nauðsynlegt er að höfundar gefi til kynna í handriti hvar þeir vilja að töflur og myndir séu staðsettar í texta. Sérstök 2. athygli er vakin á því að vitna skal til skírnar- og föðurnafns íslensks höfundar en ekki föðurnafns eingöngu eins og gildir um erlenda höfunda. Jafnframt skal raða íslenskum höfundum í heimildaskrá samkvæmt skírnarnafni þeirra. Í greinum á íslensku er ætlast til þess að beinar tilvitnanir úr erlendum tungumálum séu þýddar á íslensku.3. Höfundum er bent á að geta þess í neðanmálsgrein ef greinin er byggð á prófritgerð höfundar eða ef vinnan við verk-4. efnið hefur hlotið styrki. Myndum skal skilað í sér skjali í upprunalegu formati (t.d. exel í svart/hvítu). Sá texti sem höfundur vill að standi við 5. mynd, ásamt númeri myndar, fylgi myndinni í öðru skjali. Stafabil í texta skulu að jafnaði ekki vera fleiri en eitt. Þegar þau þurfa að vera fleiri (t.d. við töflugerð) skal nota dálka-6. lykil á lyklaborði. Greinum á íslensku skal fylgja ágrip sem er um 300 orð að lengd. Þeim skal og fylgja ágrip á ensku (abstract) sem 7. er um 600 orð að lengd. Því má skipta í undirkafla. Greinum á ensku skal fylgja ágrip á ensku sem er um 300 orð að lengd og ágrip á íslensku sem er um 600 orð að lengd. Öllum greinum skal fylgja um 60 orða texti undir fyrirsögninni „Hagnýtt gildi“. Þar skulu höfundar tilgreina á hvern hátt 8. greinin gæti nýst í stefnumótun eða starfi á vettvangi menntamála. Öllum greinum skal fylgja texti um höfundana á íslensku og ensku (60-70 orð á hvoru máli). Þar skal tilgreina menntun 9. höfunda og núverandi starf. Einnig um rannsóknarsvið þeirra og netfang. Heiti greinar skal fylgja á ensku. Nöfnum höfunda skal fylgja heiti þeirrar stofnunar sem þeir starfa hjá á íslensku og 10. ensku. Tímarit um menntarannsóknir 6. árgangur 2009. Ritstjóri: Gretar L. Marinósson (gretarlm@hi.is). Aðrir í ritstjórn: Kristín Aðalsteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri; Kristján Kristjánsson, Háskóla Íslands; Sif Einarsdóttir, Háskóla Íslands og Þórdís Þórðardóttir, Háskóla Íslands. Prófarkalestur og málfarsyfirlestur á íslensku: Helga Jónsdóttir. Prófarkalestur og málfarsyfirlestur á ensku: Terry G. Lacy. Heimildayfirlestur m.t.t. APA: Félagsvísindastofnun. Umbrot og hönnun kápu: Kristín Jóna Þorsteinsdóttir (afro@centrum.is). Prentun: Prenttækni. Efni þessa tímarits má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, ljósritun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda. © Félag um menntarannsóknir og höfundar efnis. ISSN 1670-5548 Tímarit um menntarannsóknir er gefið út af Félagi um menntarannsóknir, Háskóla Íslands, Menntavísindasviði v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Tímaritið kemur út einu sinni á ári. Áskrift er hægt að panta á vefsíðu félagsins, http//www.fum.is. Tilkynningum áskrifenda um breytt heimilisföng er hægt að koma áleiðis á sama hátt. Þeir sem hug hafa á því að fá ritrýni á bækur sínar birtar í ritinu geta sent ritstjóra eintak. Lokadagur vegna skila á efni í næsta tölublað er 1. maí 2010. 1 Miðað er við reglur APA í framsetningu efnis, tilvitnana, tilvísana og heimildaskrár. Þær má finna t.d. í Publication Manual of the American Psychological Association, (5th ed. 2001); Handbók Sálfræðiritsins sem Sálfræðingafélag Íslands gefur út, Gagnfræðakveri handa háskólanemum sem Háskólaútgáfan gefur út og fleiri ritum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.