Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 6

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 6
4 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Líklega er rétt að gera ráð fyrir því að flestir ástundi einhverja tegund sjálfsmenntunar alla ævi. Það er hugarfar fremur en athöfn: að hafa þá afstöðu til lífsins, annarra manna og sjálfs sín að það sé spennandi að láta koma sér á óvart. Þetta hugarfar gerir mann forvitinn um nýjan skilning og um hagnýtingu hans í lífinu. Við leitum svara við gömlum og nýjum spurningum sem við orðum og endurorðum í sífellu. Það kemur í veg fyrir að við komumst of snemma að niðurstöðu um „sannleikann“; að ekkert liggi endilega „alveg ljóst“ fyrir, að við vitum ekki alltaf betur. Það stuðlar að auðmýkt gagnvart eðli þekkingar og eigin stöðu í heiminum. Þetta hefur jafnframt skírskotun til samfélagsins alls ef hægt er að læra hvernig einstaklingum gengur að vekja hjá sér forvitni og viðhalda opnum huga til sjálfsmenntunar alla ævi. Það hlýtur að vera hlutverk menntarannsókna að skilja þetta ferli og skóla að læra hvernig megi aðstoða einstaklinga við slíkt nám. En leit að svörum í menntunarmálum má ekki takmarkast við nám einstaklinga, ekki síst vegna þess að einungis lítill hluti menntunarstarfs hefur verið rannsakaður hér á landi. Sem betur fer eru fjölmargar athyglisverðar rannsóknir í gangi og gögn úr fyrri rannsóknum sem varðveitt eru í hinum ýmsu stofnunum eru orðin svo umfangsmikil að þau gætu staðið undir fjölda doktorsritgerða. Þessi gögn geta hjálpað til við að leita svara við spurningum sem skipta máli fyrir menntun í landinu og væri óskandi að fleiri huguðu að rannsóknum þar sem fyrirliggjandi gögn eru nýtt. En við getum einnig nýtt okkur niðurstöður rannsókna annarra þjóða, ef við höfum í huga að menning og staðbundnar aðstæður skipta máli í menntarannsóknum. Danir hafa komið sér upp slíku kerfi sem þeir nefna Dansk Clearinghouse for Uddannelsesforskning og er byggt á ámóta kerfi í Bretlandi (EPPI-Centre), Bandaríkjunum (What Works Clearinghouse) og Nýja Sjálandi (Education Counts). Hlutverk miðstöðvanna er að svara spurningum opinberra aðila og annarra sem eftir leita um niðurstöður rannsókna á tilteknum sviðum menntamála. Til þess eru unnar yfirlitsskýrslur byggðar á bestu fáanlegum rannsóknum sem hafa skýrskotun til aðstæðna sem um ræðir. Við höfum varla bolmagn ennþá til að reka slíka stöð hér á landi en við gætum hæglega stofnað til samstarfs við einhverjar ofangreindra miðstöðva. Efni ritsins er nú fjölbreytt sem fyrr og kemur víða að. Pistilinn skrifar að þessu sinni Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor við H.A. og fjallar hann um stöðu Að leita svara FRÁ RitStjóRA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.