Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 11
9
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
hluta til verið lagaðir með lögunum frá 2006.
Fyrri veikleikinn var í raun hin hliðin á þeim
kosti sem rakinn var hér á undan: skólarnir
urðu sjálfráðari en fyrr. Menntamálaráðuneytið
reyndi ekki að stýra þróuninni á háskólastiginu
nema óbeint í gegnum kennslu- og rannsókna-
samninga. Þetta er mikilvægt fyrir þá sem sinnt
hafa menntavísindum og kennaramenntun.
Í löndunum í kringum okkur, Bretlandi
og Danmörku svo að tvö dæmi séu nefnd,
hefur á sama tíma verið áberandi tilhneiging
stjórnmálamanna til að leitast við að stýra
uppbyggingu kennaramenntunar með til-
skipunum og lögum. Það er ljóst þegar
maður ræðir við háskólakennara við kennara-
menntunarstofnanir í Danmörku eða á
Bretlandseyjum að þeir eru bæði óánægðir
með þessi afskipti og eindregið mótfallnir
þeim. Um Danmörku virðist svo gilda almennt
að hin pólitísku yfirvöld leitast við að stýra
þróun háskólanna yfirleitt, hvort sem þeir eru
sjálfseignarstofnanir eða ríkisháskólar (Wright
og Ørberg 2008). Síðari veikleikinn í kerfinu frá
1997 var lítið eftirlit og að kröfur um gæði voru
ekki vel mótaðar. Í lögunum frá 2006 var þetta
lagað og mótuð hefur verið viðamikil áætlun
um gæðaúttektir á öllum háskólum í landinu;
fyrsta hluta hennar lauk þegar háskólarnir
fengu viðurkenningu á ólíkum fræðasviðum.
Síðastliðið vor voru lagðar fram tvær skýrslur
um háskólastigið (Menntamálaráðuneytið
2009a) þar sem háskólastigið allt er skoðað
og leitast við að greina líklega framtíðarþróun
og hvað skynsamlegast sé að gera. Það var
mat ráðuneytisins á árinu 2008 að þörf væri
á því að skoða háskólastigið og þegar við
bættist bankahrunið varð enn brýnna að fá fram
tillögur um mögulegar breytingar. Nefndirnar
sem sömdu skýrslurnar tvær nálguðust
verkefni sitt með ólíkum hætti. Sú fyrri, sem
í sátu sérfræðingar frá þremur Evrópulöndum,
Finnlandi, Frakklandi og Belgíu, lagði mesta
áherslu á hlutverk háskólakerfisins í rann-
sóknum og verðmætamyndun í atvinnulífinu,
hún skoðaði einnig önnur hlutverk háskólanna
í ljósi þess hvernig þeir geti stuðlað að hagvexti
og þróun í atvinnulífinu.
Það er full ástæða til að hyggja að því hvernig
háskólar tengist best atvinnulífinu og hvernig
skynsamlegast sé að fjármagna rannsóknir.
Háskólarnir eru nú einu sinni fjármagnaðir
af almannafé og það ber að tryggja að leitast
sé við að nýta það með sem hagkvæmustum
hætti. En það þarf að huga að fleiru. Það fyrsta
sem ástæða er til að taka eftir er að þegar rætt
er um tengslin við atvinnulífið eru það fyrst og
fremst raunvísindi sem hugað er að og stundum
einnig viðskiptafræði. Þetta má sjá í því sem
segir í skýrslunni um lífvísindi. Í öðru lagi
sést mönnum oft yfir það að háskólar gegna
margvíslegum hlutverkum fyrir eigin samfélög
og fyrir alþjóðlegt samfélag fræðimanna.
Til að nefna eitt dæmi þá mennta háskólar
fagstéttir og sérfræðinga af ýmsu tagi, lækna,
lögfræðinga, kennara, hjúkrunarfræðinga
svo að nokkrir séu nefndir. Þetta hlutverk er
alveg bráðnauðsynlegt fyrir tæknivætt nútíma-
samfélag sem gengi ekki til lengdar án
þessarar þekkingar. Í þriðja lagi þá getur
framlag til atvinnulífsins ekki verið markmið
háskólastarfs heldur einungis aukaafurð.
Markmið háskólakennslu er menntun nemenda
og menntunin felur í sér að þeir hafi tileinkað
sér þekkingu að loknu námi og einnig tiltekin
viðhorf: Viðskiptafræði sem brautskráði
nemendur sem ekki gerðu greinarmun á
gripdeildum og rekstri eða læknisfræði sem
brautskráði lækna sem ekki gerðu greinarmun á
aðgerðum sem þjónuðu hagsmunum sjúklinga
og hinum sem sálguðu þeim væru dæmi um
mistök í háskólakennslu. Markmið rannsókna
er uppgötvun nýrrar þekkingar eða staðfesting
á því sem við töldum okkur vita. Stundum er
augljóst hvernig þekking kemur til með að
nýtast en það er í fæstum tilvikum þannig.
Ég er því ekki sannfærður um að nálgunin í
þessari skýrslu sé sú heppilegasta til að skilja
eðlilegar kröfur samfélagsins til háskólanna og
þarfir þeirra.
Í síðari nefndinni sátu Íslendingar sem
allir eru kunnugir íslensku háskólaumhverfi.
Í nefndinni voru teknir fyrir allir helstu
málaflokkar háskólastigsins. Í þeirri nefnd
var það gefin forsenda að líklegt væri að
Háskólar, kreppa og vísindi