Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 11

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 11
9 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 hluta til verið lagaðir með lögunum frá 2006. Fyrri veikleikinn var í raun hin hliðin á þeim kosti sem rakinn var hér á undan: skólarnir urðu sjálfráðari en fyrr. Menntamálaráðuneytið reyndi ekki að stýra þróuninni á háskólastiginu nema óbeint í gegnum kennslu- og rannsókna- samninga. Þetta er mikilvægt fyrir þá sem sinnt hafa menntavísindum og kennaramenntun. Í löndunum í kringum okkur, Bretlandi og Danmörku svo að tvö dæmi séu nefnd, hefur á sama tíma verið áberandi tilhneiging stjórnmálamanna til að leitast við að stýra uppbyggingu kennaramenntunar með til- skipunum og lögum. Það er ljóst þegar maður ræðir við háskólakennara við kennara- menntunarstofnanir í Danmörku eða á Bretlandseyjum að þeir eru bæði óánægðir með þessi afskipti og eindregið mótfallnir þeim. Um Danmörku virðist svo gilda almennt að hin pólitísku yfirvöld leitast við að stýra þróun háskólanna yfirleitt, hvort sem þeir eru sjálfseignarstofnanir eða ríkisháskólar (Wright og Ørberg 2008). Síðari veikleikinn í kerfinu frá 1997 var lítið eftirlit og að kröfur um gæði voru ekki vel mótaðar. Í lögunum frá 2006 var þetta lagað og mótuð hefur verið viðamikil áætlun um gæðaúttektir á öllum háskólum í landinu; fyrsta hluta hennar lauk þegar háskólarnir fengu viðurkenningu á ólíkum fræðasviðum. Síðastliðið vor voru lagðar fram tvær skýrslur um háskólastigið (Menntamálaráðuneytið 2009a) þar sem háskólastigið allt er skoðað og leitast við að greina líklega framtíðarþróun og hvað skynsamlegast sé að gera. Það var mat ráðuneytisins á árinu 2008 að þörf væri á því að skoða háskólastigið og þegar við bættist bankahrunið varð enn brýnna að fá fram tillögur um mögulegar breytingar. Nefndirnar sem sömdu skýrslurnar tvær nálguðust verkefni sitt með ólíkum hætti. Sú fyrri, sem í sátu sérfræðingar frá þremur Evrópulöndum, Finnlandi, Frakklandi og Belgíu, lagði mesta áherslu á hlutverk háskólakerfisins í rann- sóknum og verðmætamyndun í atvinnulífinu, hún skoðaði einnig önnur hlutverk háskólanna í ljósi þess hvernig þeir geti stuðlað að hagvexti og þróun í atvinnulífinu. Það er full ástæða til að hyggja að því hvernig háskólar tengist best atvinnulífinu og hvernig skynsamlegast sé að fjármagna rannsóknir. Háskólarnir eru nú einu sinni fjármagnaðir af almannafé og það ber að tryggja að leitast sé við að nýta það með sem hagkvæmustum hætti. En það þarf að huga að fleiru. Það fyrsta sem ástæða er til að taka eftir er að þegar rætt er um tengslin við atvinnulífið eru það fyrst og fremst raunvísindi sem hugað er að og stundum einnig viðskiptafræði. Þetta má sjá í því sem segir í skýrslunni um lífvísindi. Í öðru lagi sést mönnum oft yfir það að háskólar gegna margvíslegum hlutverkum fyrir eigin samfélög og fyrir alþjóðlegt samfélag fræðimanna. Til að nefna eitt dæmi þá mennta háskólar fagstéttir og sérfræðinga af ýmsu tagi, lækna, lögfræðinga, kennara, hjúkrunarfræðinga svo að nokkrir séu nefndir. Þetta hlutverk er alveg bráðnauðsynlegt fyrir tæknivætt nútíma- samfélag sem gengi ekki til lengdar án þessarar þekkingar. Í þriðja lagi þá getur framlag til atvinnulífsins ekki verið markmið háskólastarfs heldur einungis aukaafurð. Markmið háskólakennslu er menntun nemenda og menntunin felur í sér að þeir hafi tileinkað sér þekkingu að loknu námi og einnig tiltekin viðhorf: Viðskiptafræði sem brautskráði nemendur sem ekki gerðu greinarmun á gripdeildum og rekstri eða læknisfræði sem brautskráði lækna sem ekki gerðu greinarmun á aðgerðum sem þjónuðu hagsmunum sjúklinga og hinum sem sálguðu þeim væru dæmi um mistök í háskólakennslu. Markmið rannsókna er uppgötvun nýrrar þekkingar eða staðfesting á því sem við töldum okkur vita. Stundum er augljóst hvernig þekking kemur til með að nýtast en það er í fæstum tilvikum þannig. Ég er því ekki sannfærður um að nálgunin í þessari skýrslu sé sú heppilegasta til að skilja eðlilegar kröfur samfélagsins til háskólanna og þarfir þeirra. Í síðari nefndinni sátu Íslendingar sem allir eru kunnugir íslensku háskólaumhverfi. Í nefndinni voru teknir fyrir allir helstu málaflokkar háskólastigsins. Í þeirri nefnd var það gefin forsenda að líklegt væri að Háskólar, kreppa og vísindi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.