Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 21
19
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
þar sem hlutfallslega fleiri telja samskiptin
við stjúpföður vera erfið. Í hinum hópunum
eru fleiri sem telja þau auðveld eða mjög
auðveld. Stúlkur sem voru þolendur eineltis
voru langlíklegastar til að meta samskipti sín
við stjúpföður erfið eða mjög erfið (64,9%)
en stelpur sem voru gerendur eineltis voru
líklegastar til að meta samskipti sín við
stjúpföður auðveld eða mjög auðveld (57,9%).
Ekki var hægt að greina slíkt mynstur hjá
drengjum.
Augljóst er af 3. töflu að þeir nemendur
sem ekki upplifa einelti eru líklegri en aðrir
til að vera í góðu sambandi við móður sína.
Þegar skoðaður var munur milli kynjanna kom
í ljós að stúlkur sem eru gerendur í einelti eru
líklegri en aðrar til að meta samskipti sín við
móður erfið eða mjög erfið (39,2%). Samskipti
við stjúpmæður eru almennt lakari en sam-
skipti við líffræðilegar mæður. Sama mynstur
sést þó í samskiptum við stjúpmæður, þannig
að þeir sem ekki upplifa einelti eiga betri
samskipti við stjúpmæður sínar, sé þeim á
annað borð til að dreifa. Einnig meta stúlkur
sem eru gerendur eineltis samskipti sín við
stjúpmæður mun frekar erfið eða mjög erfið
(80,0%).
Samskipti við besta vin eru fyrirsjáanlega
tengd því að verða fyrir einelti. Bæði þeir
sem eru eingöngu þolendur en einnig þeir
sem eru í senn þolendur og gerendur eiga
lakari tengsl við besta vin en aðrir. Um 70%
þeirra telja samskipti sín við besta vin auðveld
eða mjög auðveld. Samsvarandi tala fyrir
þá nemendur sem upplifa ekki einelti er um
80%. Athyglisvert er að gerendur eineltis meta
einnig samskipti sín við besta vin afar jákvæð.
Umræða
Niðurstöður okkar sýna að 8,8% nemenda eru
þolendur eineltis, gerendur eða hvorutveggja,
samkvæmt skilgreiningu Solbergs og Olweus
(2003). Drengir eru nær tvöfalt líklegri en
stúlkur til að tengjast einelti. Með hækkandi
aldri fækkar þolendum en gerendum fjölgar.
Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála
3. tafla. Tengsl eineltis og sambands við foreldra og vini
Ekkert einelti Þolendur Gerendur Bæði
% (n) % (n) % (n) % (n)
Samskipti við föður
Mjög auðveld/Auðveld 74,4 (6.061) 59,9 (240) 65,7 (151) 79,5 (58)
Erfið/Mjög erfið 25,6 (2.085) 40,1 (161) 34,3 (79) 20,5 (15)
Samskipti við stjúpföður
Mjög auðveld/Auðveld 54,2 (816) 44,7 (38) 53,5 (38) 52,2 (12)
Erfið/Mjög erfið 45,8 (690) 55,3 (47) 46,5 (33) 47,8 (11)
Samskipti við móður
Mjög auðveld/Auðveld 86,6 (7.198) 74,3 (301) 72,7 (173) 78,4 (58)
Erfið/Mjög erfið 13,4 (1.117) 25,7 (104) 27,3 (65) 21,6 (16)
Samskipti við stjúpmóður
Mjög auðveld/Auðveld 54,3 (713) 42,7 (32) 45,3 (24) 36,8 (7)
Erfið/Mjög erfið 45,7 (599) 57,3 (43) 54,7 (29) 63,2 (12)
Samskipti við besta vin
Mjög auðveld/Auðveld 83,3 (6.587) 69,3 (233) 79,7 (184) 70,6 (48)
Erfið/Mjög erfið 16,7 (1.317) 30,7 (103) 20,3 (47) 29,4 (20)
Einelti og samskipti við fjölskyldu og vini meðal 6., 8. og 10. bekkinga