Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 30

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 30
28 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Guðríður Adda Ragnarsdóttir að heilinn er mótanlegur og rækileg þjálfun hefur áhrif á gerð og virkni lessvæðanna. Jákvætt samband er milli mældrar virkni þeirra og mældrar lestrarfærni (Meyler, Keller, Cherkassky, Gabrieli og Just, 2008). Þeim sem glíma við leshömlun gengur illa að umskrá málhljóð í bókstafi og bókstafi í málhljóð. Atferlisrannsóknir á lestri sýna að illa læsum gagnast skilmerkileg og stefnumiðuð kennsla og þjálfun þar sem aðaláhersla er lögð á hin hljóðrænu lögmál lestrarins (Blachman o.fl., 2004; Gabrieli, 2009; Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007; Meyler o.fl., 2008; Vellutino, Fletcher, Snowling og Scanlon, 2004). Hljóðræn lestrarkennsla getur verið samtengjandi eða sundurgreinandi. Samtengjandi hljóðaaðferð Hljóðaaðferð við lestrarkennslu byggist á grunneind málsins – málhljóðinu (e. phone) (Lundberg, 1994). Aðferðin telst vera sundur- greinandi (e. analytic) þegar unnið er út frá samsettum heildum, setningum og fjölkvæðum orðum sem eru greind niður í smærri eindir eins og atkvæði og málhljóð (Ásthildur Bj. Snorradóttir og Valdís B. Guðjónsdóttir, 2001; Helga Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve og Þorbjörg Þóroddsdóttir, 1999). Andstæða þess er samtengjandi (e. synthetic) ferli þar sem kennslan hefst á smæstu eindinni – málhljóðinu – og unnið er upp í stærri heildir, samstöfur, atkvæði, fjölkvæð orð og setningar (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007). Þar af leiðandi er nauðsynlegt, þegar talað er um hljóðaaðferð í lestrarkennslu, að taka skýrt fram um hvora leiðina er að ræða, þar sem þær eru ekki sambærilegar þótt þær flokkist báðar undir hljóðaaðferð. Bein fyrirmæli (e. Direct Instruction, DI) og hnitmiðuð færniþjálfun (e. Precision Teaching, PT) eru þekktar aðferðir við að kenna og þjálfa málhljóð og lestur. Bæði DI og PT falla undir samtengjandi hljóðaaðferð. Bein fyrirmæli Í beinum fyrirmælum felst allt í senn, tiltekin námskrá um það sem skal kennt, stefnumiðuð námsefnishönnun sem segir hvenær í kennslu- ferlinu það skuli kennt og kennslutækni sem ræður því hvernig nýrri þekkingu er skilað til nemandans (Engelman og Carnine, 1991). Við lestrarkennsluna sem hér verður lýst var reglum DI fylgt í öllum meginatriðum5. Þegar kennt er samkvæmt DI-reglum stýrir kennarinn kennsluferlinu. Hann stýrir því sem nemandinn á að gera og hvernig, með stuttum, nákvæmum fyrirmælum. Þau fylgja hröðum takti og fyrirfram ákveðinni framvindu, sýna – leiða – prófa, í hverri kennsluumferð hvers efnisatriðis. Framvindan er alltaf eins en efnislegt innihald breytist eftir því hvað kennt er í það og það skiptið. Breytilegt getur verið hversu margar umferðir þarf til að kenna hvert atriði. Kennarinn byrjar á að kynna kennsluatriðið, t.d. tiltekið málhljóð sem hann segir (sýna). Síðan endurtekur hann atriðið – málhljóðið – ásamt nemendunum (leiða), og að lokum segja nemendurnir einir það sem þeim hefur nú verið kennt (prófa). Nemendurnir svara upphátt í kór og eru sívirkir í ferlinu. Þar sem svörin eru merkjanleg, það heyrist, finnst eða sést ótvírætt hvað nemandinn gerir, veita þau kennaranum tafarlausar upplýsingar við hverja svörun um frammistöðu nemendanna og um það hvernig námið gengur. Kennarinn þarf þar af leiðandi ekki að geta sér til um raunfærni nemendanna né bíða eftir niðurstöðum úr næsta prófi. Námsefnið er lagað að nemendunum með því að leggja það fram í örsmáum stakstæðum þrepum (e. discrete trials) (Baer, Wolf og Risely, 1968) sem raðast rökrétt eftir þyngd frá hinu einfalda til hins samsetta. Hvert þrep byggist á því þrepi sem á undan því fór og er einnig nauðsynlegur undanfari þess þreps sem á eftir kemur. Hönnun námsefnisins og framkvæmd kennslunnar auðveldar kenn- aranum að finna nákvæmlega það þrep sem 5 Direct Instruction (DI) er skráð vörumerki á útgefnu námsefni frá SRA/McGraw-Hill. Áréttað er að ekkert slíkt efni er til á íslensku. Hér verður talað um Direct Instruction og DI þegar það á við, og einnig um kennslu með beinum fyrirmælum, sem er tilvísun í kennsluaðferðir DI, en ekki í tiltekið, útgefið DI-námsefni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.