Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 31

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 31
29 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 svarar þörfum hvers nemanda. Í bekk þar sem nemendur hafa breytilegar þarfir fyrir kennslu frumkennir kennarinn (leggur inn) námsefni mismunandi þrepa á hverjum degi með beinum fyrirmælum. Hann velur sér hverju sinni lítinn hóp nemenda sem þurfa kennslu í því tiltekna þrepi námsefnisins sem kennt er í það skipti. Skipan nemenda í hóp er ekki föst, heldur færist nemandi upp milli þrepa um leið og merkjanleg lestrarfærni hans eykst þannig að viðfangsefni annarra þrepa námsefnisins svari breyttum þörfum hans fyrir kennslu. Samsetning hópanna er því stöðugum breytingum undirorpin. Við undirbúning og skipulag kennslunnar er þar af leiðandi ekki talað um getuskipta hópa nemenda, heldur er vísað í hin ýmsu þrep námsefnisins (e. instructional level). Hnitmiðuð færniþjálfun Hnitmiðuð færniþjálfun − PT − er hvort tveggja í senn, markviss þjálfunarleið og mælitækni (Lindsley, 1992). Þegar búið er að frumkenna ný þekkingaratriði eða leikni og nemendurnir geta merkjanlega sagt og/eða gert án kvaðningar (e. prompt) það sem verið er að kenna æfa þeir hina nýju kunnáttu óheft (e. free operant) (Ferster og Skinner, 1957; Lindsley, 1992) í tímamældum sprettum sem oftast eru ein mínúta. Þá afkastar nemandinn eins miklu og hann getur án þess að haldið sé aftur af honum með skömmtum, svo sem lestu niður blaðsíðuna, eða að hann sé truflaður eða leiðréttur geri hann villur (Barrett, 1979, sjá einnig Binder, 2003 um færnihemla (e. fluency blockers) og þök (e. ceilings)). Hver æfing þarf að vera lengri en svo að nemandinn komist yfir að leysa hana alla á þeim tíma sem gefinn er, svo hægt sé að telja hversu mörgum atriðum hann nær að svara. Æfingarnar eru endurteknar þar til nemendur hafa efni þeirra á hraðbergi og tilteknum tölulegum færnimiðum er náð. Færnimiðin eru eins konar vísitölur sem segja til um þau afköst sem telja má eðlileg fyrir gott vald á viðkomandi athöfn. Afköstin eru mæld í tíðni sem sýnir fjölda tiltekinna atriða á tímaeiningu. Breytilegt er hvar á tíðnisviðinu athafnir liggja. Þegar kveðið er að stökum bókstöfum, það að sjá staka bókstafi og segja málhljóð, er miðað við færni sem er um 70–90 rétt málhljóð á mínútu. Þá flæða málhljóðin mjúklega frá einu yfir í annað eins og sjálfvirkt, og nemandinn er tilbúinn að stefna á ný og samsett verkefni og hærri vísitölur. Eitt þeirra gæti verið skynjunar- og verkleiðin að sjá og segja atkvæði með því að blanda saman fleiri málhljóðum og auka afköstin þar til um 150 rétt lesnum atkvæðum á mínútu er náð. Slíkur lestur er samfelldur og flæðandi þótt hann sé í hægara lagi. Þegar undirstöðuatriði eins og blöndun málhljóða hafa verið þjálfuð rækilega og eru yrt rétt og reiprennandi virðist sem heildirnar lærist eins og af sjálfu sér. Nemandinn getur beitt verkfærni sinni hratt og örugglega á ný og framandi verkefni, svo sem samfelldan texta sem hann hefur ekki séð áður (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007; Johnson og Layng, 1992, 1994, 1996; McDowell og Keenan, 2001, 2002). Mælitæki hnitmiðaðrar færniþjálfunar/ hröðunarnáms (PT) er graf sem nefnist staðlað hröðunarkort (Standard Celeration Chart; SCC) (Lindsley, 1964; Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2004, 2005). Svör hvers nem- anda úr hverri umferð færniþjálfunarverk- efnanna eru skráð á hröðunarkortið og sýnir hver mælipunktur afköstin á einni mínútu. Auk þessa má nýta hröðunarkortið til nánari tölfræðilegrar greiningar (Pennypacker, Gutierrez og Lindsley, 2003) af ýmsum toga. Reynsla höfundar er sú að nemendur læra vandræðalaust að skrá og lesa hröðunarkortið þegar þeim er kennt það með beinum fyrirmælum (sjá einnig Maloney, 1982). Hægt er að nýta mæliaðferðir hröðunarnáms til að meta árangur hvaða kennsluaðferðar sem er. Kennarar geta þannig prófað ýmsar leiðir í frumkennslunni og aflað jafnharðan hlutlægra upplýsinga um það hvernig kennslan skilar sér til nemendanna. Námsmatið er samofið kennslu og námi. Vegna þess að athafnir nemandans eru merkjanlegar og teljanlegar fær kennarinn stöðugt nauð- synlegar upplýsingar úr mæligögnum símatsins til að byggja á ákvarðanir sínar um næsta skref í kennslunni og fínstilla hana samkvæmt því eftir þörfum nemendanna. Hröðunarkortið er Nemanda með dyslexíu kennt að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.