Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 31
29
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
svarar þörfum hvers nemanda. Í bekk þar sem
nemendur hafa breytilegar þarfir fyrir kennslu
frumkennir kennarinn (leggur inn) námsefni
mismunandi þrepa á hverjum degi með beinum
fyrirmælum. Hann velur sér hverju sinni lítinn
hóp nemenda sem þurfa kennslu í því tiltekna
þrepi námsefnisins sem kennt er í það skipti.
Skipan nemenda í hóp er ekki föst, heldur færist
nemandi upp milli þrepa um leið og merkjanleg
lestrarfærni hans eykst þannig að viðfangsefni
annarra þrepa námsefnisins svari breyttum
þörfum hans fyrir kennslu. Samsetning hópanna
er því stöðugum breytingum undirorpin. Við
undirbúning og skipulag kennslunnar er þar
af leiðandi ekki talað um getuskipta hópa
nemenda, heldur er vísað í hin ýmsu þrep
námsefnisins (e. instructional level).
Hnitmiðuð færniþjálfun
Hnitmiðuð færniþjálfun − PT − er hvort tveggja
í senn, markviss þjálfunarleið og mælitækni
(Lindsley, 1992). Þegar búið er að frumkenna ný
þekkingaratriði eða leikni og nemendurnir geta
merkjanlega sagt og/eða gert án kvaðningar (e.
prompt) það sem verið er að kenna æfa þeir hina
nýju kunnáttu óheft (e. free operant) (Ferster og
Skinner, 1957; Lindsley, 1992) í tímamældum
sprettum sem oftast eru ein mínúta. Þá afkastar
nemandinn eins miklu og hann getur án þess
að haldið sé aftur af honum með skömmtum,
svo sem lestu niður blaðsíðuna, eða að hann sé
truflaður eða leiðréttur geri hann villur (Barrett,
1979, sjá einnig Binder, 2003 um færnihemla
(e. fluency blockers) og þök (e. ceilings)). Hver
æfing þarf að vera lengri en svo að nemandinn
komist yfir að leysa hana alla á þeim tíma sem
gefinn er, svo hægt sé að telja hversu mörgum
atriðum hann nær að svara. Æfingarnar eru
endurteknar þar til nemendur hafa efni þeirra á
hraðbergi og tilteknum tölulegum færnimiðum
er náð. Færnimiðin eru eins konar vísitölur sem
segja til um þau afköst sem telja má eðlileg fyrir
gott vald á viðkomandi athöfn. Afköstin eru
mæld í tíðni sem sýnir fjölda tiltekinna atriða
á tímaeiningu. Breytilegt er hvar á tíðnisviðinu
athafnir liggja. Þegar kveðið er að stökum
bókstöfum, það að sjá staka bókstafi og segja
málhljóð, er miðað við færni sem er um 70–90
rétt málhljóð á mínútu. Þá flæða málhljóðin
mjúklega frá einu yfir í annað eins og sjálfvirkt,
og nemandinn er tilbúinn að stefna á ný og
samsett verkefni og hærri vísitölur. Eitt þeirra
gæti verið skynjunar- og verkleiðin að sjá
og segja atkvæði með því að blanda saman
fleiri málhljóðum og auka afköstin þar til um
150 rétt lesnum atkvæðum á mínútu er náð.
Slíkur lestur er samfelldur og flæðandi þótt
hann sé í hægara lagi. Þegar undirstöðuatriði
eins og blöndun málhljóða hafa verið þjálfuð
rækilega og eru yrt rétt og reiprennandi virðist
sem heildirnar lærist eins og af sjálfu sér.
Nemandinn getur beitt verkfærni sinni hratt og
örugglega á ný og framandi verkefni, svo sem
samfelldan texta sem hann hefur ekki séð áður
(Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007; Johnson
og Layng, 1992, 1994, 1996; McDowell og
Keenan, 2001, 2002).
Mælitæki hnitmiðaðrar færniþjálfunar/
hröðunarnáms (PT) er graf sem nefnist staðlað
hröðunarkort (Standard Celeration Chart;
SCC) (Lindsley, 1964; Guðríður Adda
Ragnarsdóttir, 2004, 2005). Svör hvers nem-
anda úr hverri umferð færniþjálfunarverk-
efnanna eru skráð á hröðunarkortið og sýnir
hver mælipunktur afköstin á einni mínútu.
Auk þessa má nýta hröðunarkortið til nánari
tölfræðilegrar greiningar (Pennypacker,
Gutierrez og Lindsley, 2003) af ýmsum toga.
Reynsla höfundar er sú að nemendur læra
vandræðalaust að skrá og lesa hröðunarkortið
þegar þeim er kennt það með beinum fyrirmælum
(sjá einnig Maloney, 1982). Hægt er að nýta
mæliaðferðir hröðunarnáms til að meta árangur
hvaða kennsluaðferðar sem er. Kennarar geta
þannig prófað ýmsar leiðir í frumkennslunni og
aflað jafnharðan hlutlægra upplýsinga um það
hvernig kennslan skilar sér til nemendanna.
Námsmatið er samofið kennslu og námi. Vegna
þess að athafnir nemandans eru merkjanlegar
og teljanlegar fær kennarinn stöðugt nauð-
synlegar upplýsingar úr mæligögnum símatsins
til að byggja á ákvarðanir sínar um næsta skref
í kennslunni og fínstilla hana samkvæmt því
eftir þörfum nemendanna. Hröðunarkortið er
Nemanda með dyslexíu kennt að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun