Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 41
39
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
annarrar umferðar í færniþjálfuninni, og síðan
afgerandi afkastaaukningu í beinu framhaldi.
Afköstin þrefölduðust í kennslustundinni og
voru 3,08 föld (208%, 40 rétt:13 röngum).
Dæmið á 3. mynd sýnir árangur úr annarri
æfingu með hraðflettispilum sem einnig
skyldi þjálfa færni Ásu í að greina á milli
orða með einföldum og tvöföldum innstæðum
samhljóða. Þessi æfing er samsett og flóknari
en sú fyrri, og var því lögð fyrir „nokkrum
þrepum“ síðar. Notaður var annar spilastokkur
(Rósa Eggertsdóttir, 1999), og var nú
unnið með eyðufyllingarorð sem var undir
myndinni á annarri hlið hvers spils og vísaði
til hennar. Í orðinu var eyða í stað innstæðu
samhljóðanna, en viðkomandi samhljóði
var sýndur einfaldur og tvöfaldur, t.d. mak/
kki, eða veg/ggur, og skyldi nemandinn velja
annan kostinn – einfaldan – eða tvöfaldan
samhljóða í samræmi við myndina. Á hinni
hliðinni var orðið fullskrifað. Æfingin fólst í
skynjunar- og verkleiðinni sjá mynd og orð
með eyðu og segja orðið (dæmi), segja klapp-
eða teygjuorð, og segja hvernig orðið væri
í framburði á hinn veginn (dæmaleysa), t.d.
svona: „Makki, klapporð tvö k, annars maki“,
eða „vegur, teygjuorð, eitt g, annars veggur“.
Æfingarnar voru gerðar nær samfellt, og voru
tvær mínútur gefnar fyrir hverja umferð.
Í fyrstu umferð náði Ása að gefa þrjú rétt
svör á mínútu að jafnaði um leið og hún fletti. Í
sjöundu umferð sama dag náði hún að meðaltali
9,5 réttum svörum á mínútu og hafði þá
rúmlega þrefaldað afköstin í kennslustundinni
(3,2 föld, 270%, 9,5:3). Eins og myndin sýnir
er afkastaaukningin þann daginn bröttust milli
fyrstu og þriðju umferðar eða 2,7 föld (170%,
8:3). Æfingin var endurtekin næsta dag. Ása
náði strax rúmlega þeim afköstum sem hún
hafði endað æfinguna með daginn áður. Eftir
níu umferðir náði hún tólf svörum réttum og
hafði þá fjórfaldað afköst sín frá því í fyrstu
umferð daginn áður (300%, 12:3). Næst var
æfingin gerð nær einum mánuði síðar, þann
29. nóvember. Afköst fyrstu fimm umferðanna
þá voru svipuð og innan þeirra marka sem
breytileikinn spannaði þegar æfingin var gerð
í annað skiptið (þann 1. nóvember), eða frá
sex upp í ellefu rétt svör á mínútu. Þá kom
stökkið og eftir tvær umferðir í viðbót náði
Ása fimmtán réttum svörum á mínútu og hafði
þá fimmfaldað afköst sín frá upphafi (400%,
15:3).
Í hröðunarnámi er breytileiki í svörunum,
eins og sést þann 1. nóv. 05, oftast kallaður
„hoss“, „skopp“ eða „dúun“ (e. bounce).
Reynslan sýnir að þegar nemandi byrjar að
„dúa“ er hann enn í framför, og mikilvægt að
halda æfingunum áfram þótt tíðnin lækki öðru
hverju (Graf og Lindsley, 2002). Á 3. mynd
sést einnig vel að fylgibreyturnar tíðni og
hröðun námsathafna eru óháðar hvor annarri.
Nemanda með dyslexíu kennt að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun
3. mynd. Einfaldur og tvöfaldur samhljóði. Hröðun,
breytileiki og geymd. Myndin sýnir bút af hröðunar-
korti – æfingakorti. Svartir punktar merkja rétt svör.
Til einföldunar eru röng svör ekki sýnd.
0,5
5
50
500
10 s
6 s
15 s
20 s
30 s
1 m
2 m
5 m
10 m0,1
1
10
100
1000
Tí
ðn
i:
Fj
öl
di
ré
ttr
a
og
ra
ng
ra
s
va
ra
á
m
ín
út
u
Name of Behaver: Movement Cycle:
Umferðir
31. okt. 05 1. nóv. 05 29. nóv. 05
U rðir