Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 41

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 41
39 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 annarrar umferðar í færniþjálfuninni, og síðan afgerandi afkastaaukningu í beinu framhaldi. Afköstin þrefölduðust í kennslustundinni og voru 3,08 föld (208%, 40 rétt:13 röngum). Dæmið á 3. mynd sýnir árangur úr annarri æfingu með hraðflettispilum sem einnig skyldi þjálfa færni Ásu í að greina á milli orða með einföldum og tvöföldum innstæðum samhljóða. Þessi æfing er samsett og flóknari en sú fyrri, og var því lögð fyrir „nokkrum þrepum“ síðar. Notaður var annar spilastokkur (Rósa Eggertsdóttir, 1999), og var nú unnið með eyðufyllingarorð sem var undir myndinni á annarri hlið hvers spils og vísaði til hennar. Í orðinu var eyða í stað innstæðu samhljóðanna, en viðkomandi samhljóði var sýndur einfaldur og tvöfaldur, t.d. mak/ kki, eða veg/ggur, og skyldi nemandinn velja annan kostinn – einfaldan – eða tvöfaldan samhljóða í samræmi við myndina. Á hinni hliðinni var orðið fullskrifað. Æfingin fólst í skynjunar- og verkleiðinni sjá mynd og orð með eyðu og segja orðið (dæmi), segja klapp- eða teygjuorð, og segja hvernig orðið væri í framburði á hinn veginn (dæmaleysa), t.d. svona: „Makki, klapporð tvö k, annars maki“, eða „vegur, teygjuorð, eitt g, annars veggur“. Æfingarnar voru gerðar nær samfellt, og voru tvær mínútur gefnar fyrir hverja umferð. Í fyrstu umferð náði Ása að gefa þrjú rétt svör á mínútu að jafnaði um leið og hún fletti. Í sjöundu umferð sama dag náði hún að meðaltali 9,5 réttum svörum á mínútu og hafði þá rúmlega þrefaldað afköstin í kennslustundinni (3,2 föld, 270%, 9,5:3). Eins og myndin sýnir er afkastaaukningin þann daginn bröttust milli fyrstu og þriðju umferðar eða 2,7 föld (170%, 8:3). Æfingin var endurtekin næsta dag. Ása náði strax rúmlega þeim afköstum sem hún hafði endað æfinguna með daginn áður. Eftir níu umferðir náði hún tólf svörum réttum og hafði þá fjórfaldað afköst sín frá því í fyrstu umferð daginn áður (300%, 12:3). Næst var æfingin gerð nær einum mánuði síðar, þann 29. nóvember. Afköst fyrstu fimm umferðanna þá voru svipuð og innan þeirra marka sem breytileikinn spannaði þegar æfingin var gerð í annað skiptið (þann 1. nóvember), eða frá sex upp í ellefu rétt svör á mínútu. Þá kom stökkið og eftir tvær umferðir í viðbót náði Ása fimmtán réttum svörum á mínútu og hafði þá fimmfaldað afköst sín frá upphafi (400%, 15:3). Í hröðunarnámi er breytileiki í svörunum, eins og sést þann 1. nóv. 05, oftast kallaður „hoss“, „skopp“ eða „dúun“ (e. bounce). Reynslan sýnir að þegar nemandi byrjar að „dúa“ er hann enn í framför, og mikilvægt að halda æfingunum áfram þótt tíðnin lækki öðru hverju (Graf og Lindsley, 2002). Á 3. mynd sést einnig vel að fylgibreyturnar tíðni og hröðun námsathafna eru óháðar hvor annarri. Nemanda með dyslexíu kennt að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun 3. mynd. Einfaldur og tvöfaldur samhljóði. Hröðun, breytileiki og geymd. Myndin sýnir bút af hröðunar- korti – æfingakorti. Svartir punktar merkja rétt svör. Til einföldunar eru röng svör ekki sýnd. 0,5 5 50 500 10 s 6 s 15 s 20 s 30 s 1 m 2 m 5 m 10 m0,1 1 10 100 1000 Tí ðn i: Fj öl di ré ttr a og ra ng ra s va ra á m ín út u Name of Behaver: Movement Cycle: Umferðir 31. okt. 05 1. nóv. 05 29. nóv. 05 U rðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.