Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 43

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 43
41 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 um alvarlega leshömlun, dyslexíu. Gögnin sýna að leshraði Ásu á viðmiðunar- texta (2. texta) hátt í fjórfaldaðist á kennslu- tímabilinu. Ekki náðist þó að kenna og þjálfa öll nauðsynleg undirstöðuatriði á þessum 60 kennslustundum, sem dreifðust á þrjár lotur á þrettán mánuðum. Gögnin sýna einnig að hún nær þrefaldaði leshraða á 2. texta strax eftir aðeins 30 kennslustundir. Aukin lesleikni hennar yfirfærðist þá einnig á annað efni sem lesturinn var prófaður á (1. texta). Kennslustundunum var einvörðungu varið til hljóðrænna tækniæfinga. Samfellda texta sá hún ekki í þessu lestrarnámi fyrr en þeir voru kynntir í síðustu 20 stundunum (sjá einnig Guðríði Öddu Ragnarsdóttur, 2004, 2007). Í lok kennslunnar höfðu afköst í lestri 1. texta einnig aukist svo að aðeins vantaði fimm atkvæði upp á að þau jöfnuðu leshraða 2. texta sem var til viðmiðunar. Sjö mánuðum eftir að kennslu lauk las Ása 150 atkvæði alls í 2. og 1. texta, með 4 og 3 villum í hvorum texta um sig. Yfirfærsla lesfiminnar birtist einnig í tveimur þyngri textum (3. og 4. texta) sem þá voru prófaðir, og hún las með flæðandi samfellu og nokkru öryggi (1. mynd). Gögnin sýna einnig að sama DI-PT kennslutækni og beitt var til að kenna nemanda með einhverfu að lesa (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007) gagnast vel til að kenna nemanda með dyslexíu að lesa. Niðurstöðurnar bæta þannig nýrri þekkingu við þá sem fyrir var, og kalla á áframhaldandi kerfisbundna endurtekningu auk beinnar. Það er gert með því að kenna samkvæmt sömu kennsluáætlun nemendum í annars konar hópum, t.d. nemendum sem eru að byrja í skóla, fullorðnu fólki, og nemendum af erlendum uppruna, auk fleiri nemenda með einhverfu og dyslexíu. Kerfisbundnar og beinar endurtekningar DI-PT lestrarkennslunnar á íslensku bæta þar að auki við þá reynsluþekkingu sem þegar er til um árangur slíkar kennslu á öðrum tungumálum. Staðbundin greining gagna eins og hér er sýnd (2., 3. og 4. mynd) varpar einnig ljósi á sterk áhrif frumbreytunnar á fylgibreytuna, það er DI-PT kennslutækninnar á raunferli einstakra undirþátta lestrarnámsins um leið og það á sér stað. Vegna þess að breytingarnar gerast strax og hægt er að sjá það með greiningaraðferðinni, getur kennarinn um leið hlutast til um framvinduna með nánari fínstill- ingu, sem eykur líkur á miklum og hröð- um framförum. Með öðrum orðum, ákvarð- anir kennarans byggjast á staðbundnum, afdráttarlausum raungögnum en ekki á hug- myndafræði eða tilfallandi tískufyrirbærum. Miðað við fimm vetur sem stúlkan hafði verið nær ólæs í grunnskóla nægðu hlutfalls- lega fáar stundir, eða 60, til kennslunnar. Afkastaaukningin í lestrinum byggðist á þéttri og rækilegri kennslu og þjálfun í að umskrá bókstafi og málhljóð. Ása þjálfaðist í að greina málhljóðin með því að hlusta eftir þeim, bera þau fram og rita, ásamt öðrum hljóðrænum verkefnum sem hún átti í upphafi í erfiðleikum með að leysa en eru nauðsynleg undirstaða flæðandi raddlestrar (Binder, 1979; Haughton, 1971; MacDowell og Keenan, 2002). Væntanlega er nokkur breytileiki á því milli einstaklinga hver leshraði þeirra nákvæmlega mælist þegar hann verður samfelldur og flæð- andi, og mun reynslan kenna hversu vítt hann kann að spanna. Færnimið höfundar um flug- læsi er um 300-350 rétt lesin atkvæði á mínútu í raddlestri (sjá einnig Rósu Eggertsdóttur, 1998). Samfelldur flæðandi lestur næst hins vegar mun fyrr. Þótt höfundur miði við 150 rétt lesin atkvæði á mínútu sem þumalfingursreglu um tæknilegt læsi, samfellt og flæðandi, var lestur Ásu strax orðinn með þeim hætti þegar hann mældist 104 rétt lesin atkvæði á mínútu. Höggin sem verið höfðu á lestrinum í upphafi voru þá einnig horfin með öllu. Þar að auki bar hún orðið fram íslenskt r, þótt það hafi aldrei verið sérstaklega æft í tímunum með hinum málhljóðunum. Ef tækifæri gefast væri áhugavert að skoða hvort kennsla og þjálfun í umskráningu bókstafa og málhljóða eftir sömu skynjunar- og verkleiðum og hér voru notaðar, hafi slík yfirfærsluáhrif að málhljóð sem nemandi getur ekki borið fram birtist rétt, þótt þau séu ekki æfð með. Að því er höfundur best veit urðu engar Nemanda með dyslexíu kennt að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.