Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 55

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 55
53 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Gróska og stöðnun í stærðfræðimenntun 1880–1970 væru lagðar á minnið en forðaðist vísindalegar útskýringar að eigin sögn. Hið sama segir sr. Halldór Briem (1889) í Flatamálsfræði sinni. Má ætla að þeir bræður hafi talið sannanir til menntalúxuss sem ætti ekki erindi til íslenskrar alþýðu, sem lítt hafði kynnst skólanámi, enda var sú stefna þá komin fram í ýmsum löndum að gera skólastærðfræði hagnýtari en hún hafði verið í latínuskólunum (Prytz, 2007). Eiríkur Briem (1884) gaf einnig út leiðbeiningar um kennslu barna í reikningi og þeim fylgdu hugmyndir að dæmum sem hentuðu fyrir hugarreikning. Jóhannes Sigfússon (1885) gaf út Reikningsbók handa byrjöndum og Morten Hansen (1890) Reikningsbók handa alþýðuskólum. Bók Mortens Hansen fylgdu leiðbeiningar um notkun talnagrindar sem hann sá um dreifingu á. Texti bókarinnar var sniðinn eftir bók dansks höfundar, Chr. Hansen: Tavleregning-Opgaver. Morten Hansen var líklega fyrstur til að semja reikningsbók sem ætluð var til kennslu í barnaskóla. Inntak íslenskra kennslubóka í reikningi fyrir unglinga fram á sjöunda áratug tuttug- ustu aldar var hefðbundið efni evrópskra kennslubóka allt frá upphafi prentlistar, miðað við þarfir kaupmanna og almennings í verslunarviðskiptum. Helstu atriðin voru talning og talnakerfið, reikniaðgerðirnar fjórar í heilum tölum og brotnum, gjaldmiðlar, mælieiningar, flatarmál og rúmmál. Enda- hnútur unglinganámsins var oft hnýttur með hlutfallareikningi, reyrðum í fornar viðjar svonefndrar þríliðu (Swetz 1992). Þessi arfur var vissulega sameiginlegur mörgum þjóðum, bæði austan hafs og vestan, en hann var túlkaður með ýmsum hætti. Stutt skólaár og lítið úrval kennslubóka virðist hafa skapað Íslendingum sérstöðu í þessu efni. Áhersla var lögð á að kennslubækur væru ódýrar. Þær voru því flestar samanþjappaðar og fábreyttar og lögðu til dæmis hlutfallslega mikla áherslu á þríliðu sem tíðkaðist að kenna fram undir 1980 þótt ýmsir reyndu að endurnýja formið (Kristín Bjarnadóttir, 2009). Í bókinni Lýðmenntun eftir Guðmund Finnbogason frá 1903 er þessi tilvitnun sem bendir til þess að námsefnið um þríliðuna án frekari túlkunar eða útskýringa hafi ekki verið heppilegt fyrir almenningsfræðsluna: „ … eigi reikningskennslan að æfa og efla skilninginn og vekja sjálfstæða hugsun, má ekki haga henni eins og á sér stað víðast á Íslandi, þar sem ég þekki til. Börnin læra reikningsaðferðirnar og nota þær, án þess að skilja minnstu vitund, hvernig á þessum aðferðum stendur, hvers vegna farið er svona að því og ekki öðru vísi. En slíkt er niðurdrep fyrir allan skilning og sjálfstæða hugsun. Börnin verða líkust reiknivélum ... Eflaust mætti farga miklu af reikningsreglum þeim sem enn standa í sumum kennslubókum í reikningi, með hátíðlegu yfirbragði, eins og þær væru stignar af himnum ofan. Sá sem kann að hugsa og nota með „skynsamlegu viti“ hinar fjórar höfuðgreinir reikningsins, getur t.d. ofurvel leyst úr hverju þríliðudæmi, þó hann hafi aldrei heyrt þríliðu nefnda á nafn, eða heyrt getið um forlið, miðlið og afturlið, né reglurnar um meðferð þeirra.“ (Guðmundur Finnbogason, 1903/1994, bls 92–93). Lýðmenntun var rituð til undirbúnings nýjum fræðslulögum sem Guðmundi hafði verið falið að undirbúa. Lögin voru sett árið 1907. Þau ollu straumhvörfum í almenningsmenntun þar sem ábyrgð og kostnaður af menntun barna færðist frá einstökum heimilum yfir til sveitarfélaganna. Upphaf tuttugustu aldar Við undirbúning og í kjölfar fræðslulaganna tók við gróskumikið skeið í almenningsfræðslu. Margar reikningsbækur komu fram þar sem hver höfundur skýrði hið aldagamla námsefni með sínum hætti og reyndi að nálgast hugi lesendanna. Nefna má Reikningsbók handa unglingum (1900) eftir Sigurð Jónsson í Barnaskóla Reykjavíkur, Reikningsbók handa börnum (1906) eftir Ögmund Sigurðsson í Flensborgarskóla, Reikningsbók (1906) eftir sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem var notuð við Gagnfræðaskólann á Akureyri á meðan Jónas kenndi þar, Reikningsbók handa alþýðuskólum (1914) eftir Jörund Brynjólfsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.