Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 57

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 57
55 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Gróska og stöðnun í stærðfræðimenntun 1880–1970 Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, árið 1928 (Lög nr. 68/1928). Þar átti að kenna unglingum hagnýt efni og hindra að of margir sæktu í stétt embættismanna eftir nám við Menntaskólann í Reykjavík. Jafnframt lét Jónas takmarka fjölda nýnema í fyrsta bekk Menntaskólans við einn bekk (Guðjón Friðriksson, 1992) en gerði Gagnfræðaskólann á Akureyri að menntaskóla. Þessi ráðstöfun hafði þó um margt önnur áhrif en Jónas ætlaðist til. Geysileg samkeppni varð um inngöngu í Menntaskólann í Reykjavík og það svo að vorið 1946 gengust 164 nemendur undir inntökupróf, 126 stóðust það, en 30 nemendur voru teknir inn (Einar Magnússon, 1975). Í reglugerð sagði að mest tillit skyldi tekið til íslensku og reiknings á inntökuprófinu. Mikilvægt hefur þá líklega verið að hafa lesið námsefni sem féll að kröfum Menntaskólans, til dæmis bók Elíasar Bjarnasonar, sem sniðin var að bók Ólafs, og jafnvel bók Ólafs sjálfs. Foreldrar stofnuðu nýjan skóla sumarið 1928 undir forystu Péturs Halldórssonar, síðar borgarstjóra. Skólinn var nefndur Gagnfræðaskóli Reykvíkinga en Ágústarskóli í daglegu tali, eftir dr. Ágústi H. Bjarnasyni sem veitti honum forstöðu. Skólinn fékk rétt til að útskrifa nemendur með gagnfræðapróf sem gilti til inngöngu í lærdómsdeild mennta- skólanna (Guðjón Friðriksson, 1992). Löng hefð var einnig fyrir því að nemendur, t.d. frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði, reyndu sig við próf í efri bekki. Bæði inntökuprófið í fyrsta bekk og próf inn í efri bekki menntaskólanna virðast hafa haft sterk áhrif á barna- og unglingafræðsluna í reikningi fram yfir 1946 er skólinn var styttur og inntökupróf voru lögð niður. Að minnsta kosti sóttu bækur Ólafs og Elíasar á á neðri skólastigum. Ólafur hélt eðlilega fram sinni kennslubók í Menntaskólanum í Reykjavík, enda hafa líklega fáir treyst sér til að bæta um betur á meðan hann starfaði þar fram til 1941. Erlendis, t.d. í Danmörku, sem Íslendingar tóku gjarnan mið af, voru margir miðskólar og menntaskólar og grundvöllur fyrir framboð nokkurra námsbóka á hverju skólastigi (sjá t.d. Hansen o.fl., 2008). Meðal menntaskóla á Íslandi var Menntaskólinn í Reykjavík að mestu einráður. Þegar Menntaskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1930 var tekið upp sama námsefni í stærðfræði og í Menntaskólanum í Reykjavík (Gísli Jónsson, 1981). Erfitt var því að koma við framboði fleiri en einnar námsbókar í reikningi fyrir unglingastigið, að minnsta kosti á meðan menntaskólarnir völdu sér sjálfir nemendur. Jónas Jónsson frá Hriflu lagði sérstaka áherslu á það í umræðum á þingi um mennta- skóla að þeir hefðu sem minnst áhrif á námsefni unglingaskólanna (sjá t.d. Alþingistíðindi D, 1932). Það er vissulega gömul saga og ný, ekki síst í stærðfræði, að efri skólastig stýri námsefni neðra skólastigs. Þekkt er til dæmis að kennarar í stærðfræði stærðfræðideildar menntaskólanna tóku mið af kröfum Tækni- háskólans í Kaupmannahöfn og það gerði verkfræðideild Háskóla Íslands einnig síðar enda var námið þar lengi fyrrihlutanám Tækniháskólans. Markmiðin eru bæði að miða kennslu og námsefni við að mæta nemandanum þar sem hann er og að gera hann færan um að takast á við næsta skólastig. Fyrir þá sem hyggja á frekara nám geta þessi markmið farið saman en Jónas frá Hriflu vildi einmitt hafa unglingaskólana almenna skóla sem byggju nemendur undir störf í þjóðfélaginu án tillits til frekara náms. Ríkisútgáfa námsbóka 1937 Árið 1937 var Ríkisútgáfa námsbóka stofnuð eftir langa baráttu jafnaðarmanna. Mörg börn áttu ekki skólabækur og höfðu ekki efni á þeim. Hér var því um að ræða framtak til félagslegs jöfnuðar. Umræða um stofnun ríkisútgáfu hafði staðið árum saman og fram komið helstu rök með henni og móti, sem lesa má um í Alþingistíðindum. Magnús Jónsson nefndi (Alþingistíðindi C, 1931) að greiða þyrfti sómasamlega fyrir handrit að kennslubókum og ríkið mundi ekki geta staðið sig við það en Sigurjón Á. Ólafsson sagði að þeir sem skrifuðu skólabækur fengju þó nokkurn veginn trygg ritlaun hjá ríkisútgáfu. Menn greindi á um hvort heppilegra væri að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.