Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 62

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 62
60 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 farið fram úr stærð tölunnar sjálfrar, atriði sem nemendur á unglingastigi skynja með innsæi en eru vissulega varla móttækilegir fyrir formlega sönnun um. Sönnunina setti Ólafur fram í lok kennslubókar sinnar í algebru, efni sem hvorki var kennt í skyldunámi né til landsprófs. Þess vegna var ekki hægt að kenna leit að styttingartölu eða samnefnara með því að nota frumþáttun eins og Sigurbjörn Á. Gíslason kynnti t.d. í sinni bók árið 1911 og er góður grundvöllur undir algebrulega útreikninga. Í fyrstu útgáfu Reikningsbókar Ólafs er rökstudd leit að stærsta samþætti (styttingartölu) tveggja talna með reikniriti Evklíðs. Rökstuðningurinn hvarf í næstu útgáfu en reikniritið stóð, var tekið upp í kennslubók Elíasar fyrir barnastigið og varð þar að hugsunarlausum og órökstuddum utanaðbókarlærdómi. Fleiri dæmi mætti nefna um framsetningu sem þótti hæfa lítt skólavanri alþýðu fyrir og um 1920 en síður þegar komið var fram yfir miðja tuttugustu öld. Ætla má að ein ástæða þess að Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar varð fyrir vali Ríkisútgáfu námsbóka hafi verið hve vel hún féll að Reikningsbók Ólafs Daníelssonar, sem var notuð í Menntaskólanum í Reykjavík og tekin upp í æ fleiri gagnfræðaskólum eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg og fleiri nemendur þeirra sóttust eftir framhaldsnámi við menntaskóla. Dr. Ólafur hætti sjálfur kennslu við Menntaskólann í Reykjavík árið 1941, er hann var 64 ára að aldri, en bækur hans, Reikningsbók og Algebra, áttu eftir að vera ráðandi námsefni um þriggja til fjögurra áratuga skeið samkvæmt landsprófsreglugerðinni sem var í fæstu breytt í tvo áratugi. Hin auðsæju tengsl milli bókanna urðu veigaminni eftir að inntökupróf menntaskólanna voru lögð niður en eftir stóð að bók Ólafs og hliðstæður hennar voru njörvaðar niður í fræðslukerfið með landsprófsreglugerðinni og bók Elíasar var fastskorðuð af Ríkisútgáfunni sem hafði aldrei frumkvæði að því að endurnýja námsefni í reikningi fyrir barnafræðsluna. Þótt Ásgeir Ásgeirsson hafi talið á sínum tíma að auðvelt væri að úrskurða hvor kennslubókin af tveimur væri betri átti það ekki lengur við þegar aðeins ein kennslubók hafði verið prentuð um áratuga skeið og aðrar, sem gefnar höfðu verið út 50–60 árum áður, voru flestum gleymdar. niðurlag Færð hafa verið rök fyrir þeirri tilgátu að þrjár opingerðar aðgerðir sem framkvæmdar voru með tilliti til almannaheilla: takmörkun aðgangs að menntaskólunum árið • 1928, sem átti að beina nemendum í skóla þar sem áhersla væri lögð á verkmenntun en frá undirbúningi undir embættisstörf, stofnun Ríkisútgáfu námsbóka árið 1937, sem • átti að sjá til þess að öll börn hefðu aðgang að skólabókum, og landspróf miðskóla frá 1946, sem átti að • veita öllum nemendum jöfn tækifæri til langskólanáms, hafi orðið til þess að festa tilteknar kennslu- bækur svo í sessi að engum hafi verið fært að hreyfa við námsefninu svo að neinu næmi fyrr en erlend áhrif komu til með nýju stærðfræðinni svonefndu um miðjan sjöunda áratug tuttugustu aldar en einnig með þeirri þróun sem leiddi til stofnunar Skólarannsókna- deildar Menntamálaráðuneytisins. Breyting- arnar höfðu þegar hafist fyrir tilkomu deildarinnar en þær nutu síðar góðs af styrk hennar í mannafla og fjármagni. Hinum góðu áformum kreppuáranna með Ríkisútgáfu námsbóka, um að með henni mætti tryggja góðar námsbækur fyrir alla, voru miklar skorður settar með afar takmörkuðum fjárframlögum en úr vanda Ríkisútgáfunnar var bætt með samstarfinu við Skólarannsóknadeild. Sú málamiðlun að gera námsefni 2. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík að námsefni til landsprófs og að kennarar hans hefðu hönd í bagga með samningu þess, a.m.k. fyrstu árin, tryggði Menntaskólanum áhrif á unglingastigið, ekki einungis á landsprófið heldur einnig á námsefni þeirra bekkja sem lágu upp að landsprófinu. Það, ásamt því að landsprófsnefnd treysti sér ekki til að breyta námsefninu svo að neinu næmi þar sem menntaskólarnir héldu áfram að velja sér nemendur með því að fækka Kristín Bjarnadóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.