Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 70

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 70
68 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Þegar litið er á tölur um mönnun í tón- menntakennarastöður2 undanfarna áratugi má sjá að erfiðlega hefur gengið að fá kennara til starfa. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2005 bauð 21% skóla á landinu ekki upp á tónmenntakennslu en það er meira en 20% aukning á rúmlega tuttugu árum (Helga Rut Guðmundsdóttir, 2008; Menntamálaráðuneytið, 1983). Því er þó ósvarað hversu margir nemendur í hverjum skóla njóta tónmenntakennslu (Mennta- málaráðuneytið, 1983, 2003). Benda má á að árið 2003 var tónmennt einungis kennd samkvæmt Aðalnámskrá í 1.–8. bekk í þremur skólum (8,8%) í Reykjavík en 18 skólar (52,9%) buðu eingöngu upp á tónmenntakennslu í 1.–7. eða 1.–6. bekk. Aðrir skólar kenndu tónmennt í færri árgöngum, nær alltaf á yngri stigum (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2003). Það er umhugsunarefni hversu erfiðlega gengur að fá tónmenntakennara til starfa en ekki síður hversu erfitt virðist vera fyrir nýja kennara að fóta sig í greininni almennt. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir kennarar sem endast ekki í starfi hætta flestir á fyrstu árunum. Þar hafa menn t.a.m. áhyggjur af því að 33–50% allra kennara í landinu hætta á fyrstu þremur árum sínum í starfi (Roulston, Legette og Womack, 2005). Því voru í þessari rannsókn könnuð viðhorf þeirra tónmenntakennara sem reynst hafa farsælir í starfi. Í þeim tilgangi var leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða þættir virðast helst hafa áhrif • á vellíðan og starfsúthald tónmennta- kennara sem ná góðum árangri? Hvað er það helst sem mótar hlut- • verka- og fagvitund tónmennta- kennara? Hvað einkennir viðhorf og starfs- • hugmyndir tónmenntakennara sem ná góðum árangri í starfi? Hlutverka- og fagvitund tónmenntakennara Christer Bouij, tónlistarkennari við háskólann í Örebro í Svíþjóð, gerði langtímarannsókn meðal nemenda sinna á félagsmótun tón- listarkennara meðan á námi stendur og því hvaða ferli mótuðu þroska hans. Rannsóknin hófst 1987 þegar hann tók viðtöl við tónlistar- kennaranema sem voru að hefja nám. Ári síðar lagði Stephan Bladh, kennari við tónlistarháskólann í Malmö, spurningalista fyrir alla tónlistarkennaranema í Svíþjóð sem voru að hefja nám og var þeim fylgt eftir með spurningalistum með þriggja ára millibili, árin 1992 og 1995. Úr þeim hópi valdi Bouij 36 einstaklinga sem hann tók viðtöl við (Bouij, 1998; Bladh, 2002). Niðurstöður Bladh sýndu að hlutfall þeirra nemenda sem sögðust við upphaf náms vissir um að þeir vildu verða tónlistarkennarar var 27%. Eftir þrjú ár í starfi fór hlutfallið í 19% og sex árum eftir brautskráningu voru einungis 18% brautskráðra tónlistarkennara viss um að þeir myndu og vildu kenna. Er þessi niðurstaða í samræmi við áðurnefndar rannsóknir í Bandaríkjunum. Það meginmarkmið með námi tónmenntakennaranema að verða kennari er að mati Bladh svo óljóst að það virkar á engan hátt sem hvatning í menntuninni og er þar með helsta ástæða þess hversu illa nemarnir skila sér til kennslu. Kennslufræði og vettvangsnám í tónlistarkennslu nær í huga nemandans ekki að jafnast á við tónlistarflutning og listrænar hliðar námsins (Bladh, 2002). Í viðtalsrannsókn Bouij (1998) virtust við- mælendur eiga erfitt með að greina að í námi sínu eigin áhuga og forgangsmál á sviði tónlistar og kröfur þær sem gerðar voru til þeirra sem verðandi tónlistarkennara. Þar greindi Bouij kjarna rannsóknar sinnar, þ.e. að samþætta og setja í samhengi hugtökin, sjálfsvitund (e. identity) sem er hin breytilega sýn sem hver og einn hefur á sjálfan sig í framtíðarhlutverki Kristín Valsdóttir 2 Starfsheitið tónmenntakennari nær yfir þá kennara sem sinna tónmenntakennslu í grunnskólum. Það hefur verið notað til aðgreiningar frá þeim sem kenna í tónlistarskólum. Þeir kallast tónlistarkennarar. Hér er alltaf talað um tónmennt og tónmenntakennara þegar vísað er til grunnskólakennara og kennslu tónmenntar í grunnskólum en orðið tónlistarkennari eða tónlistarkennsla er notað þegar merkingin er víðtækari og nær einnig yfir kennara tónlistarskóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.