Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 76

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 76
74 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 og áherslur eru mismunandi. Björn var mjög hliðhollur þessum sveigjanleika og sagði: „Það væri rosalega óhollt fyrir Ísland ef að það yrði gefið út „fyrstu viku september skal farið í þetta“ í öllum skólum landsins í tónmennt. Það yrði ömurlegt.“ Hins vegar ræddi hann um þau vandamál og hættur sem eru því samfara að lítið eftirlit og samræmi er viðhaft í tónmennt á Íslandi: „Og þetta þýðir að skólar komast upp með að gera ekkert í tónmennt í tíu ár eða tónmenntakennarar komast upp með að vera ekki tónmenntakennarar heldur eitthvað allt annað.“ Hann vísaði þarna í tölur (Menntamálaráðuneytið, 1983, 2003) sem sýna að í mörgum skólum er tónmennt ekki kennd og að sá tími sem ætlaður er í hana er stundum notaður í annað, jafnvel í nafni tónmenntar. Í raun birtust mótsagnir, eða togstreita, í svörum viðmælanda, þar sem þeir annars vegar kunna mjög vel að meta frelsi sitt til að taka ákvarðanir um kennslu og útfærsluleiðir, en telja um leið að ákveðin samræming myndi gera faginu gott eða styrkja það innan grunnskólans. Hanna talaði um að sjálfstæði tónmennta- kennara í starfi væri grundvöllur starfsánægju og sagði: „Það er ofsalega gott að geta unnið eftir sinni hugmyndafræði. Hún [námskráin] er ekki það bindandi að maður geti ekki „varierað“ með þessi skilyrði eða þetta efni á sinn persónulega hátt ... og það stuðlar að ánægju í starfi.“ Ásta gerði einnig að umræðuefni hversu gott það væri fyrir kennarann að geta unnið að því sem hann hefði mest vald á í tónlist og orðaði það svona: „Ég veit ekki hvort það væri hægt að skikka kennara til að sinna öllu jafnt í tónlistinni; vera með fjöldasönginn, kennsluna og kórinn, þetta þyrfti að vera einhver svona Alí Baba.“ Óánægja kom fram með endurmenntun fyrir tónmenntakennara í grunnskólum. Sögðu flestir kennaranna að þeim væri gert skylt að taka þátt í námskeiðum sem ætluð væru umsjónarkennurum eða námskeiðum sem fjölluðu um skólastarfið í heildina en vildu fá meira frjálsræði til að sinna endurmenntun í eigin fagi. Innri þættir Vellíðan viðmælenda í starfi er nátengd sam- veru við nemendur. Það er þeirra eigin sannfæring um að þeir séu að gera góða hluti, auk umbunar frá nemendum, sem gerir starfið eftirsóknarvert. Þannig virðast þeir sækja rök fyrir ánægju í starfi til innri sannfæringar um mikilvægi sitt; að það sem þeir séu að gera skipti raunverulega miklu máli. Svör viðmælenda minna við því hvað farsæll tónmenntakennari þurfi að hafa til að bera varpa skýru ljósi á hugmyndir þeirra um starfið. Allir nefndu jákvæðni kennarans, það að vera jákvæður gagnvart nemendum sínum, þykja vænt um þá og koma fram við þá af virðingu skipti mestu máli í starfi kennarans. Þeir notuðu mismunandi orð en jákvæðni og væntumþykja voru algengust. Birna gaf mjög afdráttarlaust svar við því hvað skipti máli í samskiptum við nemendur og sagðist hafa afskaplega einfalda kennslufræði að leiðarljósi: „Hún heitir „kill them with kindness“. Það er bara að hrósa þeim nógu mikið og byggja allt upp á því jákvæða.“ Um leið sagðist hún leggja töluvert upp úr aga og að nemendur lærðu að hegða sér í hópi og taka tillit hver til annars. Sumum varð tíðrætt um að ekki yrðu þeir fram eftir öllum aldri í þessu starfi. Þetta væri einungis fyrir hrausta einstaklinga. Starfið sé líkamlega erfitt og eins og einn viðmælenda komst að orði, þá þarf tónmenntakennarinn að vera af einhvers konar mennsku „Guttorms- kyni“ (með vísan til hins fræga bola í Húsdýragarðinum). Mótun og menntun Viðmælendur mínir hafa ólíkan bakgrunn en allir hófu þeir tónlistarnám sitt á barnsaldri. Allir hafa einnig aðra reynslu af tónlist, t.d. í gegnum kórstarf eða þátttöku í lúðrasveit. Má því segja að þeir hafi mótast að ákveðnu marki sem tónlistarmenn áður en þeir ákváðu að tónlist yrði að einhverju leyti lífsviðurværi þeirra. Tónlistarkennarar þeirra og umhverfi í námi virðist hafa haft töluvert að segja um áframhaldandi tónlistarnám. Þeir hafa á tónlistarferli sínum fengið styrkingu og uppörvun frá umhverfinu og skilaboð um að þeir væru góðir í því sem þeir voru að gera. Þátttakendur sögðu nokkrar dæmisögur um það sem hafði áhrif á afstöðu þeirra á Kristín Valsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.