Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 88

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 88
86 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Námsgreinin náttúrufræði (einnig nefnd „náttúruvísindi“ hér og á einum stað með heimildatilvísun „raungreinar“) er mun yfir- gripsmeiri en margir gera sér grein fyrir. Það kemur glöggt fram í inngangi hinnar opinberu námskrár í náttúrufræði sem var í gildi þegar rannsóknin var gerð og verður fram til ársins 2010: „Það [fræðasvið náttúru- vísinda] spannar undur náttúrunnar í ótal myndum; eðli og öfl, himingeim, jörð og líf“. (Menntamálaráðuneytið, 1999a, bls.12). Náttúrufræði fjallar því jafnt um hina dauðu sem hina lifandi náttúru. Þrír meginflokkar markmiða námskrárinnar taka bæði til inntaksmarkmiða og aðferðamarkmiða. Þessir flokkar eru eftirfarandi: Hlutverk og eðli náttúruvísinda1. Efnisþættir:2. Eðlisvísindi• Jarðvísindi• Lífvísindi• Vinnubrögð og færni3. Allir flokkarnir fela í raun í sér tilmæli um að nota UST í náttúrufræðinámi (Mennta- málaráðuneytið, 1999a, bls. 9 og 12) og mark- mið síðastnefnda flokksins gera í raun ráð fyrir því (sjá nánar áfanga- og þrepamarkmið undir Vinnubrögð og færni í námskránni). Áhersla er lögð á að nemendur skilji hvernig vísindin hafi áhrif á hugsun og lifnaðarhætti nútímamannsins og móti þróun samfélagsins. Einnig er lögð áhersla á að nemendur kynnist ferlinu í vísindalegum vinnubrögðum, þar sem þeir skilgreini við- fangsefni, skipuleggi, skrái og vinni úr gögnum, túlki, meti, setji fram og miðli. „Með hjálp tækninnar og ýmissa forrita opnast nýir möguleikar til verklegra æfinga og í mark- miðum aðalnámskrár í náttúrufræðum er gert ráð fyrir að þeir möguleikar séu vel nýttir frá upphafi skólagöngunnar.“ (Mennta- málaráðuneytið, 1999a, bls. 12). Auk þess er lögð rík áhersla á nýtingu UST við mælingar, skráningu niðurstaðna úr þeim og útreikninga líkt og í menntakerfum nágrannalanda (sjá til dæmis National Research Council, 1996, bls. 175). Allir markmiðaflokkarnir í náttúrufræðihluta aðalnámskrárinnar eiga að fléttast saman í eina heild sem myndar eðlilega stígandi í námi hvers og eins (1. mynd). Markmið með úrvali efnisþátta úr þremur meginfræðasviðum náttúruvísinda, þ.e. úr eðlisvísindum, jarð- vísindum og lífvísindum, eru sameiginleg hvað varðar vinnubrögð og færni nemenda og Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson 1. mynd. Markmiðaflokkarnir í náttúrufræði tvinnast saman í eina heild. Aðal- námskrá grunnskóla. Náttúrufræði. (1999, bls. 8)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.