Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 90
88
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
heldur þyrfti góðan stuðning innan hvers skóla,
svigrúm fyrir innra skipulag og aðgengi að
búnaði (Bennett, 2003). Sá vél- og hugbúnaður
sem gagnast náttúruvísindanámi best þyrfti að
vera aðgengilegur þar sem námið færi fram,
ekki í sérbúinni tölvustofu. Samkvæmt Bennett
sýna rannsóknir einnig að UST virðist bjóða
upp á nýbreytni sem styðji við áhugahvöt og efli
skilning nemenda á vísindalegum hugmyndum
og hugtökum og að notkun UST við öflun
gagna, mælingar og skráningu data-logging)
og líkanagerð geti skipt sköpum því að hún
spari tíma við meðferð gagnanna og gefi
þannig meira svigrúm fyrir umræðu og túlkun
á því sem í gögnunum felst, en það sé einmitt
einn mikilvægasti þátturinn í námsferlinu
2003). Baggott La Velle og félagar 2003)
standa fyrir athyglisverðri langtímarannsókn
í ljósi markmiða um vinnubrögð og færni í
bresku þjóðarnámskránni í náttúruvísindum.
Um er að ræða nokkrar tilviksrannsóknir þar
sem rannsakendur vinna í náinni samvinnu við
kennarana sjálfa og kennaramenntunaraðila. Í
fyrstu tilviksrannsókninni var beitt margprófun
við rannsókn á þætti UST í námi og kennslu þar
sem 11–12 ára nemendur lærðu um straumrásir,
m.a. með noktun hermilíkans. Í ljós kom að
starfskenning kennara og kennsluhættir vógu
þungt þegar litið var á hlutverk nemenda í
námsferlinu og þar með námsárangur.
Nokkrar rannsóknir hafa beinst að sérstöðu
námsgreina og notkun UST í því tilliti. Henn-
essy, Ruthven og Brindley 2005) rannsökuðu
til dæmis hvernig framhaldsskólakennarar
notuðu UST í ensku, stærðfræði og nátt-
úruvísindum. Þar kom fram í viðtölum við
fagkennara sterk tilhneiging til að halda í ýmsar
hefðir og sérstöðu námsgreinanna og þar af
leiðandi mátti greina viðnám gegn breytingum
sem nýting UST hefði hugsanlega í för með sér.
Jafnframt kom fram að hefðbundnar námskrár og
próf virkuðu sem hindrun gegn breytingum. En
þrátt fyrir þetta sáu þátttakendur í rannsókninni
ástæðu til að fylgja hinni öru tækniþróun
þekkingarsamfélagsins og rannsakendur töldu
sig sjá hægfara þróun í skipulagi náms og
kennslu í krafti áhrifa frá UST.
Peter John (2005) rannsakaði einnig
notkun UST meðal fagkennara í stærðfræði,
náttúruvísindum, tónmennt, erlendum málum
og landafræði. Hann komst að svipaðri
niðurstöðu, þ.e. að fagkennarar voru tilbúnir
að flétta UST saman við kennslu sína svo
framarlega sem tölvutæknin leiddi ekki af
sér byltingu á þeim grundvallarstoðum sem
viðkomandi faggrein var byggð á. Í greininni
notar John athyglisverðar samlíkingar til
að undirstrika varkárni kennara gagnvart
hinni nýju tækni. UST er til dæmis líkt við
„Trójuhest“ og vitnað er í fræg orð Marshalls
McLuhan: „The medium is the message“
(John, 2005, bls. 480) sem vísuðu til þess að
form og notkunarmöguleikar miðilsins (UST)
stýrðu miklu um allt inntak og skipulag þar
sem hann væri notaður. Í rannsókn Johns
kom m.a. fram það athyglisverða sjónarmið
meðal náttúrufræðikennara að nemendur hefðu
tilhneigingu til að líta á stafræn hermilíkön
eins og hverja aðra tölvuleiki og því væri ekki
tryggt að þau næðu þeim tilgangi sem þeim
væri ætlaður.
Á Íslandi hafa verið gerðar nokkrar rann-
sóknir á notkun UST í námi og kennslu.
Þar hafa eflaust haft áhrif áhersla á UST í
aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla
1999 og fjölbreytileg námstilboð á öllum
skólastigum, ekki síst háskólastigi. Má þar
nefna tilkomu tölvu- og upplýsingatækni-
brautar á framhaldsstigi við Kennaraháskóla
Íslands árið 1998, námsframboð við Háskólann
í Reykjavík sem tengist tölvunotkun og
kennslufræði, og fyrir fimm árum varð
upplýsingatækni að sérstöku kjörsviði í
grunnnámi Menntavísindasviðs Háskóla
Íslands (áður Kennaraháskóla Íslands). Í júní
2008 var stofnuð rannsóknarstofa á þessu sviði,
RANNUM, sem leggur áherslu á rannsóknir
á sviði upplýsingatækni og miðlunar (sjá
http://wp.khi.is/rannum). Að minnsta kosti 30
meistararitgerðir á sviði upplýsingatækni- og
tölvunotkunar í skólastarfi hafa birst hér á landi
síðastliðin tíu ár (Allyson Macdonald, 2008).
Unnið var að rannsóknarverkefninu
NámUST (http://namust.khi.is) árin 2002–
Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson