Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 95
93
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
Tilgangur UST. Er UST nýtt sem •
stuðningur, viðbót eða umbreyting,
sbr. CPF-líkan Twinings.
Nám sem felur í sér verklag, •
vinnubrögð og færni við öflun
þekkingar, sbr. hugmyndir Baggott
La Velle og félaga. Að hvaða marki
tíðkast slík vinnubrögð, með UST
eða án?
Í hvaða hlutverki eru nemendur •
þar sem UST kemur við sögu? Eru
þeir móttakendur upplýsinga og
gagna, rannsakendur, skaparar eða
endurskoðendur?
niðurstöður
Í niðurstöðum eru framangreindir fjórir þættir
skýrðir hjá hverjum þátttakanda í fjórum
undirköflum. Notuð eru sömu dulnefni og í fyrri
grein (Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald
og Eggert Lárusson, 2007) þegar vísað er til
ummæla og athafna viðmælenda. Þau eru Saga,
Aðalsteinn, Ólína, Jakob og Símon.
Vægi UST í námi og kennslu í náttúru-
vísindum
Hér er reynt að draga upp mynd af vægi UST
í námi og kennslu náttúruvísinda hjá þátt-
takendunum fimm eins hún birtist þegar
rannsóknin var gerð. Ekki var gerð megindleg
úttekt á því en reynt að meta út frá samtölum
og skoðun aðstæðna hversu veigamikinn sess
UST skipaði í námi og kennslu hjá hverjum
og einum.
Hjá Sögu hafði UST tiltölulega lítið
vægi. Hún hafði að vísu stöðugan aðgang að
nettengdri tölvu og skjávarpa í kennslustofu
sinni en virtist nota þann búnað tiltölulega
lítið eða einungis sem stuðning við miðlun
efnis. Hún sagðist vilja nota sérbúna tölvustofu
meira en raun bæri vitni en stofan væri nánast
undantekningarlaust upptekin.
Notkun UST virtist hverfandi lítil hjá
Aðalsteini. Hann notaði tölvu, reyndar eigin
tölvu og sjónvarpsskjá sem stuðning við
fyrirlestra upp úr efninu. Að öðru leyti notaði
hann ekki UST sem þátt í náttúrufræðikennslu
sinni og nemendur hans aldrei. Hann sagðist
ekki hafa aðgang að miklum búnaði og tækjum
við skólann en hafa fengið vilyrði fyrir kaupum
á slíku.
Ólína notaði UST talsvert mikið. Skólinn
hennar átti fartölvuvagna og hún sagðist
oft nota þá, m.a. með frjálsri Netskoðun.
Hún notaði einnig tölvu og skjávarpa fyrir
glærusýningar sem stuðning þegar hún fór yfir
námsefnið. „Ég er núna að fara að fá skjávarpa
í loftið ... það á bara eftir að festa hann.“
Jakob virtist sjaldan nota UST beint í
náttúrufræðitímum. Hann sagðist hins vegar
láta nemendur skrifa ritgerðir, afla gagna á
Netinu, gera veggspjöld og undirbúa kynningar,
en ekki beint í náttúrufræðitímum. Aðspurður
um notkun algengra notendaforrita í tengslum
við náttúrufræðinámið sagði hann: „…það er
kennt í tölvutímum [PowerPoint] og Word og
Excel og allt þetta.“
Sá sem nýtti sér UST mest var án efa Símon.
Fjölbreytnin í notkun var einnig meiri hjá
honum en t.d. hjá Ólínu sem þó nýtti stafræna
tækni töluvert. Símon nýtti sér öll möguleg
tæki og tól, hvort sem þau voru stafræn eða
ekki, til að skerpa skilning nemenda og haga
námi og kennslu í samræmi við þau markmið
aðalnámskrár sem má heimfæra á vinnubrögð
og færni og hlutverk og eðli náttúruvísinda.
Hann varpaði fram ýmsum athygliverðum
hugmyndum (sýn) um nýtingu UST, t.d. að
stilla upp tölvustýrðu líkani af sólkerfinu sem
hreyfði reikistjörnurnar og sýndi afstöðu með
svipuðum hætti og raunverulega gerist.
Tilgangur með notkun UST
Samkvæmt CPF-líkani Twinings má greina
þrenns konar tilgang með notkun UST, þ.e.
með hliðsjón af því hvort upplýsinga- og
samskiptatækni er nýtt sem stuðningur, sem
viðbót eða útvíkkun eða til að umbreyta
kennsluháttum.
Saga nýtti UST nánast eingöngu sem
stuðning. Hún sagðist leita að fleiri
notkunarmöguleikum en beinni miðlun en
Náttúrufræðinám með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni