Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 103

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 103
101 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Af framansögðu má ætla að verklag, vinnu- brögð og færni (sbr. procedural knowledge) sé mikilvægur þáttur í náttúrufræðimenntun og þar gagnist UST með margvíslegum hætti, sé vel haldið á. Samræmd próf, yfirferð námsefnis, það að „nemendur viti ekki hvað þeir eru að gera“ eða „nemendur tengi ekki“ eru hæpin rök gegn slíkum kennsluháttum í náttúruvísindum. Við sem kennarar getum ekki lært fyrir nemendur. Glíman er þeirra, hún er forsenda þess að nám fari fram. Hlutverk nemenda Á einum stað vakti Ólína athygli á að nemendur lærðu á mismunandi hátt, sumum hentaði verklegt en aðrir fyndu sig betur í bóklegu námi. Önnur hlið á slíkri umræðu er án efa spurningin um það hvort sumum nemendum hæfi betur sjálfstæð vinnubrögð og rannsakandi hugarfar en aðrir kjósi skýr fyrirmæli um hvað skuli læra og hvað þurfi að kunna til að ná árangri; Jakob telur sig t.d. verða varan við kynjamun hvað slíkt varðar, það fyrra einkenni drengi frekar en það síðara stúlkur. Inn í þá umræðu spila einnig viðhorf bæði kennara og nemenda til náms og sá hugmyndafræðilegi grundvöllur menntunar sem slík viðhorf byggjast á. Burtséð frá því hver hugmyndafræðin er hlýtur það að vera lykilatriði að átta sig á hvernig virkni nemandans birtist í námsferlinu. Rannsakendur sáu nemendur Aðalsteins fyrst og fremst sem móttakendur (receivers), ekki sem sjálfstæða rannsakendur (explorers), skapara (creators) eða endurskoðendur upplýsinga (revisers), sbr. rannsóknir Newtons og Rogers (2003). En flestir þeirra 26 nemenda, sem fylgst var með í kennslustund um varmaleiðni hjá Aðalsteini virtust án nokkurs vafa virkir og nám fór þar sannarlega fram. Fylgst var með kennslu hjá Símoni þar sem nemendur voru fyrst og fremst í hlutverki skapara og endurskoðenda. Nemendur höfðu valið sér frumefni úr lotukerfinu til að afla sér sjálfstætt upplýsinga um og kynntu fyrir bekkjarfélögum. Þar var ástæða til að efast um virkni sumra, jafnt flytjenda sem hlustenda. Jakob lagði mikla áherslu á spjall og samræður, enda tryggði það meginmarkmið námsins, þ.e. að nemendur skildu hvað þeir væru að gera. Á hinn bóginn sagðist Saga ekki vera „flink“ í slíkum kennsluháttum og almennt því að gefa nemendum lausan tauminn. Þrátt fyrir það sagðist hún vera hlynnt slíkum vinnubrögðum og kallaði því eftir stuðningi eða námskeiðum í þeim efnum. Náms- og kennsluaðferðir geta því tekið á sig fjölmargar myndir og einnig hlutverk kennara annars vegar og nemenda hins vegar. Samspil nemanda og kennara í námsferlinu er flókið og sannarlega erfitt að átta sig á hvað er raunverulega þar á ferðinni með lítilli rannsókn sem þessari. Þó má ljóst vera að hlutverk kennarans og starfskenning hans skipta sköpum samkvæmt þessum niðurstöðum. Þar koma við sögu almenn viðhorf, kunnátta, fyrri reynsla og síðast en ekki síst fagleg sýn. Sumir þátttakendur rannsóknarinnar reyndust hafa gott vald á inntaki fagsins, aðrir gott vald á kennslu- og uppeldisfræðilegum þáttum og enn aðrir á möguleikum kennslugagna og tækja, t.d. þeirra sem tengjast UST. Allt skiptir þetta máli. En af þeim gögnum sem hér liggja fyrir telja rannsakendur brýnast að horfa á það sem Shulman (1987) nefndi „pedagogical content knowledge“ (PCK), þ.e. með hvaða hætti framangreind þekking rennur saman í eina samvirka heild og gerir náttúrufræðikennarann að þeirri fagmanneskju sem æskilegt þykir. Þar fléttast saman þekking á inntaki námsgreina og að nokkru marki þeirra fræðigreina sem þar liggja til grundvallar (eðlisfræði, efnafræði, líffræði o.s.frv.), þekking á kenningum um nám og kennslu, fjölbreytilegum kennsluaðferðum, viðeigandi gögnum og námsumhverfi og síðast en ekki síst innsýn í rannsóknir á námi og hvað þær segja okkur um breytilegt hlutverk og forsendur nemenda, áhugahvöt, sjálfsmynd og forhugmyndir. Lokaorð Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er að náttúrufræðikennarar virðast fylgja hver sinni kenningu, sem ræðst greinilega af þeirri þekkingu og reynslu sem hver og einn hefur öðlast í námi og starfi. Samkvæmt Náttúrufræðinám með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.