Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 131

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 131
129 „Blítt bros og hlýtt faðmlag“ Um viðhorf leikskólakennara til umhyggju í leikskólastarfi Sigríður Síta Pétursdóttir Fræðslusviði Kópavogsbæjar Hagnýtt gildi: Niðurstöðurnar ættu að geta gagnast sem innlegg í umræðu leikskólans um faglegt starf. Í greininni er gengið út frá þeirri skilgreiningu að umhyggja merki það að annast um einhvern af áhuga, hlýju og ábyrgð, þannig að sá sem umönnunar og umhyggju nýtur öðlist öryggi og traust til að geta tileinkað sér þekkingu í gegnum daglegar athafnir. Greinin er framlag til að auka fyrirferð umhyggju í faglegri umræðu. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á viðhorf leikskólakennara til umhyggju í leikskólastarfi1. Áhersla er lögð á að fá fram skilning og skilgreiningu sautján leikskólakennara á hugtakinu umhyggja og þýðingu þess fyrir þroska og nám barna. Gögnum var safnað með einstaklingsviðtölum og viðtölum við rýnihópa. Með því að gefa leikskólakennurum tækifæri til að velta fyrir sér og orða skilgreiningar sínar á hugtakinu umhyggja er gerð tilraun til að dýpka þá vitneskju sem fyrir er um hugtakið í leikskólastarfi. Meginniðurstöður rannsóknarinnar, sem fram fór í tveimur íslenskum leikskólum, eru þær að umhyggja er viðhorf sem byggist m.a. á faglegri þekkingu, stuðningi og því að setja mörk. Leikskólakennararnir telja umhyggju vera mikilvæga fyrir tilfinningalegan, félagslegan og vitrænan þroska barna, hún sé forsenda þess að barn geti lært og þroskast fyrir eigin verðleika. Þátttakendur álíta að mikilvægi blíðra brosa og hlýrra faðmlaga sé vanmetið í starfinu í leikskólum. Það skipti verulegu máli fyrir vellíðan barnsins og hæfni þess til að nema af umhverfinu að því sé mætt af hlýju og virðingu. Samkvæmt leikskólakennurunum á umhyggja að vera undirliggjandi í öllu leikskólastarfi. Svo virðist sem leikskólakennarar noti hugtökin umhyggja og umönnun jöfnum höndum. Algengasti greinarmunurinn sem leikskólakennararnir, sem rætt var við, gera er að: umönnun felist í líkamlegri umhirðu en umhyggja felist í viðhorfum og afstöðu til barna. Í gegnum tíðina hefur verið töluverð umræða meðal leikskólakennara um þátt umhyggju og umönnunar í skólastarfi. Umræðan hefur af og til snúist um það hvort skipta eigi leikskóladeginum upp í skipulagðar stundir þar sem fari fram kennsla og frjálsar stundir þar sem börn leiki sér2. Þær raddir hafa einnig heyrst að það sé annarra en leikskólakennara 1 Greinin er unnin upp úr meistaraprófsritgerð minni (2008), Umhyggja í leikskóla, viðhorf og starf leikskólakennara. Þar var annars vegar leitað eftir skilgreiningum leikskólakennara á hugtakinu umhyggja og hins vegar því hvernig umhyggja birtist í leikskólastarfinu. Sá hluti sem hér er tekinn til umfjöllunar er um skilning og skilgreiningar leikskólakennara á umhyggjuhugtakinu. Leiðbeinendur voru Jóhanna Einarsdóttir prófessor og Kristján Kristjánsson prófessor. 2 Umræðan hefur fyrst og fremst fengið byr þegar erfiðlega hefur gengið að ráða leikskólakennara og annað starfsfólk við leikskólana. Skólamálanefnd Félags leikskólakennara samþykkti árið 2005 að fjallað yrði með skipulegum hætti um hugmyndir sem fram höfðu komið um það hvort skilgreina ætti dvalartíma barna í leikskólum, til dæmis annars vegar sem skólatíma og hins vegar sem afþreyingu. Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009, 129–144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.