Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 134

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 134
132 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 kennarans fyrir börnum í hans umsjá þurfi ekki endilega að koma af sjálfu sér. Umhyggju þurfi að rækta og ígrunda, annars sé hætta á að hún verði látin í té af einhvers konar skyldurækni, verði vélræn. Þess vegna má halda því fram að umhverfi leikskóla sem einkennist af umhyggju fyrir einstaklingnum sé þroskavænlegt umhverfi þar sem reynt er að mæta þörfum allra barnanna. Umhyggja hefur að mati Goldstein (2002) verið vanmetin í skólastarfi þar sem fyrst og fremst hefur verið litið á umhyggjusama kennarann sem þann sem veitir hlýtt faðmlag, brosir blítt og hefur endalausa þolinmæði gagnvart börnum. Þetta er ímynd kennara sem allt að því kæfir börnin með góðsemi sinni og gæti stuðlað að lærðu hjálparleysi. Þessi mynd er að sumu leyti rétt því að umhyggjusamur kennari hlustar og er til staðar fyrir börnin en eins og fram hefur komið snýst umhyggja um fleira. Umhyggjusamur kennari lætur sér annt um börnin, gerir kröfur, er sveigjanlegur en umfram allt býr hann yfir faglegri færni. Hugtökin umönnun og umhyggja eru áberandi í opinberum skjölum og gögnum sem leikskólastarf á Íslandi á að byggjast á. Hlýleg og traust umönnun sem fléttast inn í daglegt líf og starf leikskóladagsins er grundvallarforsenda þess að börn geti unað sér, leikið sér og lært (Menntamálaráðuneytið, 1985, 1993). Ábyrg umönnun er fólgin í því að annast börnin líkamlega og andlega af hlýju, áhuga og ábyrgðarkennd. Með slíkri umönnun skapar starfsfólkið náin til- finningatengsl og trúnaðartraust milli sín og barnanna. Slík tengsl veita börnunum öryggi til þess að láta í ljós tilfinningar sínar, leika sér frjálst og skapandi, eiga frumkvæði, kanna umhverfi sitt og standa á eigin fótum eftir því sem þau hafa þroska til. (Menntamálaráðuneytið, 1993, bls. 44). Í Aðalnámskrá leikskóla (Menntamála- ráðuneytið, 1999) er tekið fram að veita eigi börnum umönnun og búa þeim hollt umhverfi og örugg leikskilyrði. Auk þess segir, á bls. 5: „Með nýrri aðalnámskrá fyrir leikskóla, hinni fyrstu sem gefin er út á Íslandi, er umhyggjan fyrir barninu höfð að leiðarljósi.“ Samkvæmt því hefur verið litið svo á að stoðir leikskólastarfsins – auk leiksins – væru traust, hlýja og umönnun, þar sem umhyggja fyrir barninu væri höfð í forgrunni. Það má því vera að hugtakið umönnun tengist frekar sýn á leikskóla sem gæslustofnun, en hugtakið umhyggja sýn á leikskóla sem menntastofnun. Hugsanlegt er að það sé ástæða þess að víða í leikskólaumhverfinu er ekki gerður skýr greinarmunur á þessum tveimur hugtökum. Fleiri hliðar má finna; til dæmis að í leikskóla þurfi að vera rými til að skapa, til að hugsa og til að ræða saman (Dahlberg, 2004; Noddings, 2005; Rinaldi, 1999; Smith, 1993). Samkvæmt því felst umhyggja fyrir barninu m.a. í umhverfinu, þar sem allt sem að framan er talið vinnur saman og tengist innbyrðis. Umhverfið sendir ákveðin skilaboð um það sem ætlast er til af börnunum sem þar starfa og leika sér. Hægt er að lesa viðhorf til barna út frá skipulagi rýmisins, staðsetningu og aðgengi barnanna að efniviði leikskólans að mati Nordin-Hultman (2005). Markmið og rannsóknar- spurning Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á skiln- ing leikskólakennara á umhyggju í leikskóla- starfi og þýðingu þess skilnings fyrir þroska og færni barnsins til að læra. Til að nálgast markmiðið var sett fram rannsóknarspurningin „Í hverju felst umhyggja að mati leikskóla- kennara?“ Mér er ekki kunnugt um að gerð hafi verið sambærileg rannsókn í íslenskum leikskólum, né heldur erlendum, þar sem þeir sem vinna með börnunum skilgreina hugtökin umhyggja og umönnun. Aðferð Þátttakendur og gagnaöflun Þátttakendur voru leikskólakennarar og leiðbeinendur í tveimur leikskólum. Bæði Sigríður Síta Pétursdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.