Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 149
147
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
spegla í fræðilegri umræðu, t.d. umbótastarf
Skólarannsóknadeildar á 7. og 8. áratugum
(bls. 64-5) og þróun framhaldsskólans með
tilkomu fjölbrautaskólanna (bls. 74-5). Þótt
höfundur reyni þannig sannarlega að tengja
kenningar félagsfræði menntunar við íslenska
menntaumræðu er ekki gerð bein tilraun til að
tengja þær við heildarbreytingar sem orðið hafa
á íslenska menntakerfinu á síðustu áratugum.
Hér er mikilvægt verk að vinna.
Íslenskt samfélag hefur sannarlega tekið
breytingum í aldanna rás. Breytingar undanfarin
ár hafa hins vegar verið mjög hraðar og því
aukast kröfur á menntakerfið um að aðstoða
samfélagið við að átta sig á þeim og takast
á við nýjar aðstæður. Möguleg áhrif hruns
fjármálakerfis á íslenska menningu, félagsgerð
og sjálfsvitund þjóðar er t.d. sérstakt og
aðkallandi verkefni félagsfræði menntunar um
þessar mundir. Íslenska menntakerfið hefur
alla tíð tekið breytingum í takt við breytingar
í samfélaginu. Á 20. öld urðu nokkrum
sinnum skýr félagssöguleg rof þar sem
byggt var upp formlegt skólakerfi í kapp við
samfélagsbyltingar og reynt að berja í bresti í
almennri menntun og starfsmenntun. Undir lok
20. aldar og einkum í upphafi 21. aldar hafa
orðið gagngerar breytingar í íslensku samfélagi
sem hafa bein og óbein áhrif á menntakerfið.
Hvort sem menn líta til efnahags- og
atvinnumála, félagsmála og fólksflutninga
eða tækni og samskiptamála má finna nýjar
hugmyndir og breytingar sem áhrif hafa á
menningarlíf og þekkingarvinnslu, skólamál,
menntun og uppeldismál. Vegna örra
samfélagsbreytinga fer mikilvægi kennslu og
menntunar sem stuðlar að sjálfstæðri hugsun
og ígrunduðum skoðunum sífellt vaxandi.
Skilgreina þarf þá menntun sem krafist er í
nýju samfélagi 21. aldar, ekki einasta á sviði
efnahags- og atvinnumála heldur einnig á sviði
menningar, þjóðlegrar og fjölþjóðlegrar.
Ljóst er af lestri bókar Gests að félagfræði
menntunar hefur margt að leggja til umræðu um
íslensk menntamál og stefnumörkunar í breyttu
samfélagi. Jafnvíst er að félagsfræðileg orð-
ræða um breytingar á íslensku samfélagi og
þróun menntakerfisins hefur ýmislegt fram
að færa í fjölþjóðlega umræðu félagsfræði
menntunar. Efla þarf félagfræðilegar rannsóknir
á íslenska samfélaginu og styrkja félagsfræði
menntunar sem eina meginstoð íslenskra
menntunarfræða. Bók Gests Guðmundssonar
er bæði þörf áminning og mikilvæg leiðsögn
þeim sem bera ábyrgð á þróun íslenskra
menntamála.
Um höfundinn
Sigurjón Mýrdal er deildarstjóri í mennta-
og menningarmálaráðuneytinu þar sem hann
vinnur aðallega að stefnumótun og nám-
skrármálum. Áður var hann dósent í mennt-
unarfræðum við Kennaraháskóla Íslands.
Þar áður grunnskólakennari um árabil.
Hann var fyrsti kennslustjóri KHÍ og fyrsti
forstöðumaður Fjarskóla KHÍ. Hann situr nú í
stjórn CERI, rannsókna- og þróunarstofnunar
OECD, samstarfshópi Evrópusambandsins
um þróun kennaramenntunar og er formaður
NSS, samstarfsnefndar Norðurlandaráðs um
skólamál.
About the author
Sigurjón Mýrdal is a Head of Unit in the
Icelandic Ministry of Education and Culture
where his tasks include curriculum development
and policy making. He has been a teacher at
compulsory schools and an associate professor
in Education at the Iceland University of
Education. At the university he was Dean of
academic affairs and later the first Director of
the Distance Education Programme. Presently
he is a member of the Governing Board of
the OECD Centre for Educational Research
and Innovation, a member of the EU Cluster
Group on Teachers and Trainers and chairman
of NSS, the Nordic Council‘s Co-ordination
Committee on School Activities.
Myndarlegt framlag til faglegrar umræðu