Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 3
3
Menningarsögulegt samhengi
Þegar þessi orð eru skrifuð koma vitni hvert af öðru fyrir Landsdóm, karl-
ar og konur sem gegndu æðstu stöðum í stjórnmálalífi og fjármálalífi
landsins þegar ógæfan dundi yfir haustið 2008, en vitnisburður margra
þeirra ber þess aftur á móti ýmis merki að þau hafi verið hálf meðvitund-
arlaus eða hugsanlega meðvirk í góðærisandanum sem hér ríkti. Vörnin,
sem ákærði Geir H. Haarde og flest vitnanna bera fyrir sig (þau virðast jú
flest vera að flytja sína varnarræðu), er sú að þau vissu ekki, eða vissu en
gátu ekki og/eða trúðu einfaldlega og treystu því í blindni sem þeim var
sagt. Þessa sömu vörn bera börn iðulega fyrir sig þegar eitthvað fer
úrskeiðis og þá þarf að nota tækifærið til þess að kenna þeim um ábyrgðina
sem allir bera á eigin gerðum og stundum jafnvel annarra. Ekki dugi að
halda því fram að Siggi hafi sagt að þetta væri allt í lagi eða Bjarni hafi gert
þetta líka, maður verði sjálfur að vera viss í sinni sök. En auðvitað eru ekki
felldir neinir dómar yfir óvitum. Og það verður bara að koma í ljós hvort
það teljist glæpur hjá forsætisráðherra að vita ekki, geta ekki og treysta í
blindni þegar efnahagur heillar þjóðar – og jafnvel ýmislegt fleira – er í
húfi. Á hvorn veginn sem dómsorðið fellur mun það segja ýmislegt um
þessa þjóð. Spurningin er kannski umfram allt sú hvort úrskurðurinn verði
eftir allt áfellisdómur um alla aðra en þann sem réttað er yfir.
Aðdragandi Landsdóms vekur einnig spurningar um eðli hans og inn-
tak. Spurningunni um réttmæti þess að draga Geir fyrir Landsdóm var í
raun aldrei svarað. Krafan um réttarhöld – innan þingsins, eða kom hún
frá almenningi? – var aftur á móti sterkari en krafan um að afturkalla ákær-
una. Svo virtist sem almennt séð þætti betra að rétta yfir einum en engum,
jafnvel þótt líkur á sýknu virðist hafa verið meiri en líkur á sekt. Raunar
hefur verið upplýst að af fjórum matsmönnum sem komu fyrir þing-
Ritið 1/2012, bls. 3–6