Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Qupperneq 9
9
íslenskra bókmennta á sýningunni og birtist í skipan rýmisins.4 Í mörgum
greinanna beina fréttamenn sjónum að þremur rýmum sýningarinnar, þ.e.
myndskjáarýminu, sýningarskálanum og heimilislegum stofum eða heim-
ilisbókasöfnum sem eru eins og mismunandi lög í rýminu. Í einni grein-
anna er landinu lýst sem „hinum fullkomna endurvarpsfleti þrárinnar eftir
hinu sérvitringslega og fegurð náttúrunnar“.5
Kenning Michels Foucault um heterótópísk rými (fr. hétérotopies) og
heterókróníska (fr. hétérochroniques) eiginleika þeirra er miðlæg þegar rýnt
er í þær hugmyndir um staði og rými sem eru innbyggðar í lýsingarnar.
Foucault bendir á tvær gerðir rýmis sem skera sig úr og eru sérstaklega
áhugaverðir staðir, en það eru „andrýmin“ útópíur og heterótópíur.6 Bæði
hugtökin endurspegla rýmið sem umlykur þau og það samfélag sem þau
tilheyra og eru því beinlínis skilyrt af normum og viðmiðum umhverf-
isins. Meginmunurinn á þessum hugtökum er að útópían vísar ekki til
til tekins raunverulegs staðar, en heterótópían er aftur á móti raunveruleg-
ur staður sem gegnir afmörkuðu hlutverki í samfélaginu. Ef hugmyndin
um heterótópíu er sniðin að því alþjóðlega rými þar sem mótun sjálfs-
myndar á sér stað er hægt að túlka Ísland sem stað annarleikans eins og
sjá mátti á bókasýningunni í Frankfurt. Sjötta lögmálið í skilgreiningu
Foucaults á heterótópíunni varðar hlutverk hennar gagnvart fyrirmynd-
arrýminu sem umlykur hana, og sem valkostur við það. Þriðja og fjórða
lögmál skilgreiningarinnar varða tilhneigingu heterótópíunnar til upp-
söfnunar, sem er ekki síður þýðingarmikil með tilliti til lýsinganna frá
Frankfurt. Heterótópían, í þessu tilfelli Ísland, getur safnað í sig bæði
tíma og stöðum sem gerir einstakar upplifanir mögulegar um leið og ljósi
er brugðið á viðteknar hugmyndir um bæði tíma og rými. Þegar ég dreg
upp sögulegan bakgrunn legg ég áherslu á samband Íslands við Danmörku
sem mikilvægustu milliríkjatengslin í íslenskri sögu. Út frá sjónarhorni
kenninga um dul-lendur, (e. crypto-colonies), en þær byggja á akademískri
hefð fyrir gagnrýni á heimsvaldastefnu og eftirlendufræðum, hafa áhrif
4 Í þessari grein er áherslan ekki á „rýmisuppskiptingu“ heimasíðunnar eða hvernig
upplifunin er af sýningarsölunum, heldur endursagnir, athugasemdir og fram-
setningu.
5 Ijoma Mangold, „Wenn die Aktienkurse in den Keller rauschen, steigt der Wert
der Literatur“, Zeit Literatur nr. 41, október 2011, bls. 20. Á frummálinu: „die
perfekte Projektionsfläche für unsere Sehnsüchte nach dem Ausgeflipten und
Naturschönen“.
6 Michel Foucault, „Of Other Spaces“, Diacritics 1/1986, bls. 22–27, hér bls. 24.
[„Des espaces autres“, Dits et écrits, 1984].
ÍSLAND SEM RýMI ANNARLEIKANS