Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 14
14
mikla menningarlega þýðingu fyrir miðstöð ríkjasambandsins. Í kenningu
Herzfelds um dul-lendur skiptir viðhorf ytri aðila eða landa til samfélaga
sem bera eiginleika dul-lenda miklu, af því að valdasambandið er ekki í
jafnvægi og vegna þess að hið dul-lenda samfélag tileinkar sér hugmyndir
annarra um sig. Í gegnum linsu dul-lendufræða sjáum við þá ása rýmis og
tíma sem hafa gert dul-lendurnar að landfræðilegum útvörðum (e. buffer
zones) á mörkum „hins framandi“ og tengt þær fjarlægri fortíð, en ráðandi
lönd tengjast siðmenningarlegum framförum og landfræðilegri miðju.
Ef alþjóðleg virðing fyrir samfélagi byggir að miklu leyti á hugmyndum
um glæsta fortíð (gullöld)20 er þetta bil á milli fortíðar og samtíðar, eða
áherslan á bilið, áhrifaþáttur sem gerir samfélagið að dul-lendu.21 Þá er
viðurkenning og áhrif fjarverandi í þeim aðstæðum, samanber titil grein-
ar Herzfelds „The Absent Presence“. Tilkall til fortíðarinnar verður því
mikil vægur þáttur í því að öðlast viðurkenningu og þá um leið í gagn-
kvæmri sjálfsmyndarmótun, en á sama tíma staðfestir tengingin við fortíð-
ina dul-lendueiginleika samfélagsins, því fortíðin er endurreist sem grunn-
gildi. Kenning Herzfelds um sameiginleg einkenni dul-lendra samfélaga
varpar einnig ljósi á Tívolídeiluna. „Það sem öll þessi lönd virðast eiga
sameiginlegt er freklegt tilkall sem þau gera til siðmenningarlegra yfir-
burða eða þess að þau séu fremri og eldri, tilkall sem oftar en ekki virðist
gert í öfugu hlutfalli við pólitísk áhrif þeirra.“22 Þessi lýsing sýnir hvernig
dul-lendueiginleikar Íslands hafa áhrif á það tilkall sem menntaelítan gerir
til sérstöðu, og bendir jafnframt á að ástæðan fyrir hæðnislegum viðbrögð-
um danskra fjölmiðla við mótmælum Íslendinga var mjög svo takmarkað
vald Íslands.
Ísland hefur á margan hátt verið tengt við hið náttúrulega, bæði á bóka-
sýningunni og einnig áður en hún kom til. Hið náttúrulega hefur haft inn-
byggða tvíræðni því skírskotað hefur verið bæði til náttúru sem andstæðu
menningar, og sem hins náttúrulega í skilningnum ósnortið og uppruna-
legt. Í grein sem birtist árið 2001 bendir Jón Yngvi Jóhannsson á áhuga-
20 Sbr. það sem Anthony D. Smith greinir sem fyrirbærið „the cult of golden ages“ í
National Identity, London: Penguin Group, 1991, bls. 67.
21 Sbr. Michael Herzfeld, „The Absent Presence: Discourses of Crypto-Colonial-
ism“, The South Atlantic Quarterly, 4/2002, Durham: Duke University Press, bls.
899–926, hér bls. 902.
22 Michael Herzfeld, „The Absent Presence: Discourses of Crypto-Colonialism“,
bls. 902. Á frummálinu: „Yet perhaps one feature that all these countries share is
the aggressive promotion of their claims to civilizational superiority or antiquity,
claims that almost always appear disproportionate to their political influence.“
ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD