Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 16
16
menntahefð landsins,27 en það skírskotar jafnframt til þeirrar merkingar
sem aðrir hafa gefið Íslandi og hefur öldum saman speglast í evrópskri sýn
á Ísland. Sumarliði Ísleifsson vísar í allt að því goðsagnakenndar hugmynd-
ir um landfræðilega legu Íslands sem í Grikklandi hinu forna var talað um
sem Hyperboréa28 og birtist í sögnum um þjóðsagnakenndan stað, Ultima
Thule,29 meðal annars í lýsingum Adams frá Brimum (u.þ.b. 1040–1981) á
eyjasamfélagi í hánorðri sem bjó við allsnægtir, hugmyndir sem Sumarliði
nefnir einu nafni hugmyndir um „hið útópíska norður“.30
Í evrópskum hugarheimi einkenndist sýn á Ísland öldum saman af
tengslum við þau andrými sem Foucault setur fram, þ.e. útópíuna og
het erótópíuna. Fyrr á öldum var Ísland tengt við áðurnefndar goðsagna-
kenndar dystópískar og útópískar hugmyndir. Á undanförnum öldum, í
kjölfar kortagerðar upplýsingarinnar, rannsókna og miðlunar þekkingar
um hið raunverulega Ísland, hefur þessi sýn tekið verulegum breytingum.
Ísland er fyrir löngu orðið hluti af kortlögðum heimi, dýstópískar og útóp-
ískar lýsingar ríkja ekki lengur í hugmyndum um Ísland. Ég tel þó að enn
eimi eftir af gagngerum annarleika í kynningum á Íslandi og hvernig það
kynnir sig sjálft gagnvart Evrópu og Bandaríkjunum. Hér á ég við fram-
setningu á íslenskri náttúru með áherslu á hið óbeislaða og óútskýranlega.
Á mörgum myndanna frá bókasýningunni birtist Ísland enn sem andrými,
en vegna þess að fjöldi ferðamanna hefur kynnst landinu af eigin raun, og
lýsingar sem hafa birst í myndum og textum hafa staðsett landið í alþjóð-
legri vitund, er nú um að ræða heterótópískt (innra) andrými. Speglunin,
sem er kjarni útópía og heterótópía og veldur því að þær endurspegla
eiginleika hins umlykjandi samfélags en aðgreina sig jafnframt frá þeim
stöðum sem þær endurspegla,31 er einnig áberandi í þýsku og íslensku efni
frá bókasýningunni. Þegar Íslandi er lýst sem heterótópískum stað, sem
27 Sögueyjan var m.a. notað sem titill á dönsku riti. Sjá Erland Porsmose, Sögueyjan –
Sagaøen. Set af danske og islandske kunstnere igennem 150 år, Kerteminde: Johannes
Larsen Museet, 2004.
28 Sjá Sumarliði Ísleifsson, „Imaginations of National Identity and the North“, Iceland
and Images of the North, ritstj. Sumarliði R. Ísleifsson og Daniel Chartier, Québec:
Presses de l’Université du Québec, 2011, bls. 3–22.
29 Sjá nánar í Sumarliði Ísleifsson, „Foreign Visual Art and Changing Attitudes to
the Icelandic Landscape in the 19th and early 20th Centuries“, The Discovery of
Nineteenth Century Scandinavia, London: Norvik Press, 2007.
30 Sumarliði Ísleifsson, „Imaginations of National Identity and the North“, bls.
3–22.
31 Michel Foucault, „Of Other Spaces“, bls. 24.
ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD