Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 17
17
endurspeglar eiginleika vestrænna samfélaga sem umlykja hann, afhjúpa
lýsingarnar vísun til þessara vestrænu samfélaga. Samkvæmt ímyndafræð-
inni merkir það að í gagnímyndunum afhjúpast sjálfsmyndir og öfugt. Frá
staðsetningu heterótópíunnar inni í spegilmyndinni er mögulegt að nálg-
ast sjálfan sig og stöðu sína í heiminum á ný.
Sagenhaftes Island er jafnframt heiti hinnar opinberu heimasíðu á þrem-
ur tungumálum, þar sem heiðursgestur ársins er kynntur. Samband nátt-
úru og menningar er þema í mörgum stóru myndanna sem eru efst á
heimasíðunni. Sumar þeirra eru ljósmyndir af íslenskum rithöfundum
en aðrar eru klippimyndir, þar sem bókin er samofin íslenskri náttúru. Á
landslagsmyndunum birtist bókin meðal annars sem foss, sem stuðlaberg
og sem jökull. Með myndrænni tengingu og áþekku yfirbragði myndanna
mótast samsemd bókmenntanna, sem bókin er táknmynd fyrir, og nátt-
úrufyrirbæranna. Opna bókin er eins og foss og þannig skapast mynd-
ræn tengsl milli náttúru og bókmennta. Táknmynd vörumerkisins fyrir
þátttöku Íslands í bókasýningunni er einnig blendingur bókar og foss.
Íslenskar bókmenntir birtast þannig aftur sem náttúruafl sem á vissan hátt
minnir á myndhvörfin sem Jón Yngvi Jóhannsson bendir á í greiningu
sinni á viðtökum íslenskra bókmennta í Danmörku á 20. öld.
Á heimasíðunni Sagenhaftes Island eru lýsingar á rýmum íslenska sýn-
ingarskálans. Myndum frá íslenskum heimilisbókasöfnum eða stofum er
varpað á sýningartjöld og gestum þannig boðið inn fyrir í bókmenntaheim
Íslands á mörgum plönum.32 Skálanum er lýst sem rými þar sem gestirnir
geta verið í mörgum rýmum í senn í heterótópískum skilningi. Myndum frá
íslenskum heimilum er varpað á tjöld sem eru eins og himnur eða gluggar
sem opna sýn inn í íslenskt einkarými.33 Í greininni „Ein Ort der Magie“
sem birtist í Frankfurter Rundschau34 er lögð áhersla á fimmhyrnt sýningar-
rými, en í því voru einnig sýningartjöld sem á var varpað lifandi myndum
frá Íslandi og þetta rými í rýminu varð að eins konar örmynd af land-
inu inni í stórmynd skálans. Með fjölda rýmislegra skírskotana til Íslands
og íslenskra bókmennta birtist landið sem raunverulegur-og-ímyndaður-
32 Sjá: http://www.sagenhaftes-island.is/island-i-frankfurt/markmid/ [sótt 8. janúar
2012].
33 Á heimasíðunni er lögð áhersla á þátttöku þjóðarinnar í þessu sameiginlega verk-
efni, sbr.: http://www.sagenhaftes-island.is/island-i-frankfurt/syningarhollin/ [sótt
8. janúar 2012].
34 Laura Wagner, „Ein Ort der Magie“, Frankfurter Rundschau 15./16. október 2011,
bls. R8.
ÍSLAND SEM RýMI ANNARLEIKANS