Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 22
22
og þau tækifæri sem fylgja kreppunni. Í íslenskri og enskri gerð heimasíð-
unnar er þetta einnig miðlægt en það kemur ekki eins augljóslega fram í
þýsku gerð heimasíðunnar. Við „markmið“ stendur í enskri gerð heimasíð-
unnar: „Bókasýningin getur orðið mikilvægt framlag til að kynna nýja
ímynd Íslands.“47 Þetta er fyrirboði um mótun nýrrar þjóðarímyndar, en
í íslenskri gerð heimasíðunnar er áherslan fremur á endurreisn íslensku
ímyndarinnar: „Þýskir fjölmiðlar eru, rétt eins og almenningur þar, velvilj-
aður Íslandi og íslenskri menningu. Eftir bankahrunið getur bókasýningin
orðið mikilvægur liður í að efla að nýju ímynd Íslands.“48 Bókasýningin
getur tvímælalaust átt þátt í því að móta ímynd Íslands um stundarsakir, en
það er langt frá því að ímyndin virðist ný.
En hver er þessi nýja ímynd með kunnuglegum þáttum? Ísland birtist
fyrst og fremst sem samfélag þar sem bókmenntir og menning eru í háveg-
um hafðar. Í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung49 er bent á að þrátt
fyrir (eða kannski vegna) efnahagskreppu var þátttaka í bókasýningunni
forgangsmál á Íslandi. Í greininni bendir sendiherra Íslands í Þýskalandi
– vakin er athygli á því hvernig millinafn hans Snorri tengist bókmennta-
arfinum – á að þakka megi kreppunni að nú hlusti fólk frekar á rithöfunda
en á bankamenn og stjórnmálamenn. Af mörgum greinanna má skilja að
vegna kreppunnar ljái önnur lönd nú Íslandi frekar eyra en áður, út frá
sjónarhorni dul-lendufræða virðast rammarnir þó að einhverju leyti vera
í föstum skorðum.50 Í upphafi greinarinnar bendir Mangold einnig á að á
Íslandi sé lögð áhersla á „sönn gildi“,51 staðhæfing sem felur í sér stöðluð
gildi. Hér er með óbeinum hætti fjallað um það hvernig tilkall dul-lend-
47 Sjá: http://www.sagenhaftes-island.is/en/iceland-in-frankfurt/statement/ [sótt 8.
janúar 2012]. Á frummáli: „After the collapse of the Icelandic banking system,
the Book Fair may make an important contribution to promoting a new image of
Iceland.“
48 Sjá: http://www.sagenhaftes-island.is/island-i-frankfurt/markmid/ [sótt 8. janúar
2012].
49 Mathias Döpfner, „Fischereimesse beendet“, Frankfurter Allgemeine Zeitung zur
Buchmesse, 16. október 2011, bls. 4.
50 Dul-lendufræðin beina einkum sjónum að forsendum fyrir samþykki, áhrif um
og viðurkenningu sem, frá sjónarhorni dul-lendunnar, umlykjandi samfélög hafa
mótað. Grundvöllur dul-lendutengsla er ójafnvægi í valdahlutföllum eins eða fleiri
evrópskra landa og dul-lendunnar. Dul-lendan leitast við að fara að ytri normum,
en hún öðlast þó sjaldan fyllilega jafningjastöðu. Ef jöfnuður kemst á er ekki lengur
um dul-lendutengsl að ræða.
51 Sjá Ijoma Mangold, „Wenn die Aktienkurse in den Keller rauschen, steigt der Wert
der Literatur“, bls. 21. Á frummálinu: „die wahren Werten“.
ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD