Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 22

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 22
22 og þau tækifæri sem fylgja kreppunni. Í íslenskri og enskri gerð heimasíð- unnar er þetta einnig miðlægt en það kemur ekki eins augljóslega fram í þýsku gerð heimasíðunnar. Við „markmið“ stendur í enskri gerð heimasíð- unnar: „Bókasýningin getur orðið mikilvægt framlag til að kynna nýja ímynd Íslands.“47 Þetta er fyrirboði um mótun nýrrar þjóðarímyndar, en í íslenskri gerð heimasíðunnar er áherslan fremur á endurreisn íslensku ímyndarinnar: „Þýskir fjölmiðlar eru, rétt eins og almenningur þar, velvilj- aður Íslandi og íslenskri menningu. Eftir bankahrunið getur bókasýningin orðið mikilvægur liður í að efla að nýju ímynd Íslands.“48 Bókasýningin getur tvímælalaust átt þátt í því að móta ímynd Íslands um stundarsakir, en það er langt frá því að ímyndin virðist ný. En hver er þessi nýja ímynd með kunnuglegum þáttum? Ísland birtist fyrst og fremst sem samfélag þar sem bókmenntir og menning eru í háveg- um hafðar. Í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung49 er bent á að þrátt fyrir (eða kannski vegna) efnahagskreppu var þátttaka í bókasýningunni forgangsmál á Íslandi. Í greininni bendir sendiherra Íslands í Þýskalandi – vakin er athygli á því hvernig millinafn hans Snorri tengist bókmennta- arfinum – á að þakka megi kreppunni að nú hlusti fólk frekar á rithöfunda en á bankamenn og stjórnmálamenn. Af mörgum greinanna má skilja að vegna kreppunnar ljái önnur lönd nú Íslandi frekar eyra en áður, út frá sjónarhorni dul-lendufræða virðast rammarnir þó að einhverju leyti vera í föstum skorðum.50 Í upphafi greinarinnar bendir Mangold einnig á að á Íslandi sé lögð áhersla á „sönn gildi“,51 staðhæfing sem felur í sér stöðluð gildi. Hér er með óbeinum hætti fjallað um það hvernig tilkall dul-lend- 47 Sjá: http://www.sagenhaftes-island.is/en/iceland-in-frankfurt/statement/ [sótt 8. janúar 2012]. Á frummáli: „After the collapse of the Icelandic banking system, the Book Fair may make an important contribution to promoting a new image of Iceland.“ 48 Sjá: http://www.sagenhaftes-island.is/island-i-frankfurt/markmid/ [sótt 8. janúar 2012]. 49 Mathias Döpfner, „Fischereimesse beendet“, Frankfurter Allgemeine Zeitung zur Buchmesse, 16. október 2011, bls. 4. 50 Dul-lendufræðin beina einkum sjónum að forsendum fyrir samþykki, áhrif um og viðurkenningu sem, frá sjónarhorni dul-lendunnar, umlykjandi samfélög hafa mótað. Grundvöllur dul-lendutengsla er ójafnvægi í valdahlutföllum eins eða fleiri evrópskra landa og dul-lendunnar. Dul-lendan leitast við að fara að ytri normum, en hún öðlast þó sjaldan fyllilega jafningjastöðu. Ef jöfnuður kemst á er ekki lengur um dul-lendutengsl að ræða. 51 Sjá Ijoma Mangold, „Wenn die Aktienkurse in den Keller rauschen, steigt der Wert der Literatur“, bls. 21. Á frummálinu: „die wahren Werten“. ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.